Beint í aðalefni

Efnisstaðlar

Gestaumsagnarstaðlar

Gesturinn bókar

Umsagnareinkunnir eru á milli 1 og 10.
Til að fá út heildareinkunnina sem sést á Booking.com leggjum við saman allar fengnar umsagnareinkunnir og deilum í þá samtölu með fjölda umsagnareinkunna.

Auk þess geta gestir gefið séreinkunn fyrir tiltekna ferðaupplifun, svo sem staðsetningu, hreinlæti, starfsfólk, þægindi, aðstöðu, hvort þú hafir fengið mikið fyrir peninginn og ókeypis WiFi.

Athugið að gestir gefa undireinkunnir sínar og heildareinkunnir óháð öðrum einkunnum og því eru engin bein tengsl á milli þeirra.

Þú getur gefið umsögn um gististað sem þú bókaðir í gegnum Booking.com ef þú gistir þar eða ef þú mættir á gististaðinn en gistir ekki þar. Til að breyta umsögn sem þú hefur þegar sent inn skaltu hafa samband við þjónustuverið okkar.

Við erum með starfsfólk og sjálfvirk kerfi sem eru sérhæfð í að finna falsaðar umsagnir sem sendar eru inn á Booking.com. Ef við finnum slíkar umsagnir eyðum við þeim og, ef nauðsynlegt er, grípum við til aðgerða gegn þeim sem eru ábyrgir. Hver sem kemur auga á vandamál getur ávallt tilkynnt slíkt til þjónustuvers okkar og teymi okkar sem tekur á svikum rannsakar það.

Hótelútsýni

Við birtum ekki umsagnir sem fylgja ekki leiðbeiningum okkar um:

  • Hættulegt og vanvirðandi efni

    • Hatur, mismunun og áreitnital

    • Heiftarlegt, særandi og hugsanlega viðkvæmt efni

    • Dýraníð

    • Kynferðislegt efni

  • Mynda- og ritstjórnarleiðbeiningar

  • Hugverkarétt, einkalíf og trúnaðarupplýsingar

  • Amapóst, villandi efni og sviksamlega háttsemi

  • Viðskiptaefni

  • Bókanir sem ekki var staðið við

Kvenkyns gestur vinnur á verönd gistiheimilisins þar sem hún dvaldi á ferðalagi sínu til Japan.

Til að vera viss um að umsagnir séu viðeigandi gætum við aðeins samþykkt umsagnir sem eru sendar innan þriggja mánaða frá útskráningu og við gætum hætt að sýna umsagnir sem eru 36 mánaða eða eldri – eða ef eigendaskipti verða á gistiþjónustunni.

Gistiþjónusta getur valið að svara umsögn.

Þegar þú sérð margar umsagnir verða þær nýjustu efst háð nokkrum öðrum þáttum, svo sem á hvaða tungumáli umsögnin er, hvort henni fylgir aðeins einkunn eða athugasemd o.s.frv.
Ef þú vilt getur þú flokkað og/eða síað þær eftir dagsetningu, einkunn o.s.frv.
Stundum birtum við utanaðkomandi einkunnir af öðrum vel þekktum ferðavefsíðum en þá tökum við skýrt fram þegar það er gert.

Umsagnir gætu innihaldið þýðingar gerðar af Google, ekki Booking.com. Google firrir sig öllum ábyrgðum tengdum þýðingunum, eindregnum eða óbeinum, þ.á.m. ábyrgðum varðandi nákvæmni, áreiðanleika og óbeinum ábyrgðum varðandi markaðsbærni, hæfi fyrir tiltekinn tilgang og eftirfylgni við höfundarrétt.