Efnisleiðbeiningar

Hatur, mismunun og áreiti
Haturs- og mismununarorðræða er ekki leyfð hjá Booking.com. Við viljum að gestum okkar og samstarfsaðilum finnist þeir öruggir og virðing sé borin fyrir þeim og því leyfum við ekki:
Efni sem hvetur til ofbeldis, mismunun í tali eða hatur sem beinist að persónu eða hópum byggt á hver þau eru – þar á meðal hvers kyns mismunun byggt á eftirfarandi eiginleikum: aldri, fötlun, þjóðerni, kynvitund og -tjáningu, þjóðerni, kynþætti, innflytjendastöðu, trúarbrögðum, kyni, kynhneigð, reynslu, herþjónustu, stétt, stjórnmálaskoðun og alvarlegum sjúkdómum.
Efni sem áreitir, leggur í einelti eða ógnar öðrum (eða hvetur aðra til að taka þátt í slíku athæfi) – Booking.com á að vera öruggur staður fyrir alla notendur og því stöndum við ákveðin gegn öllu efni sem meta mætti sem kúgandi, ógnandi, dónalegt eða niðrandi.
Heiftarlegt, særandi og hugsanlega viðkvæmt efni
Booking.com er ekki staður fyrir ofsafengið eða móðgandi efni eða efni sem metið er ólöglegt byggt á gildandi lögum. Við leyfum ekki:
Efni sem stuðlar að, auðveldar eða hvetur til hvers kyns ofbeldis gegn öðrum – þar á meðal eru hótanir um ofbeldi, ráðlagt ofbeldi eða tilkynning um að fremja ofbeldi.
Efni sem er klámfengið, móðgandi eða ekki viðeigandi fyrir alla hópa.
Efni sem býður, selur, auglýsir eða auðveldar sölu á vörum og þjónustu sem sætir takmörkunum eða er bönnuð.
Efni tengt hryðjuverkastarfsemi – þetta er t.d. efni sem kynnir, styður eða hvetur til hryðjuverka eða sem styður hryðjuverkasamtök eða er sett fram í nafni þeirra, leiðtoga þeirra eða ofbeldi tengt þeim. Auk þess leyfum við ekki efni sem við teljum, að okkar eigin mati og samkvæmt lista Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna yfir efnahagsþvinganir (Consolidated United Nations Security Council Sanctions List), kynna, styðja eða hvetja til ofbeldisaðgerða í nafni öfgastefnu eða sem styður eða er sett fram í nafni samtaka sem stunda ofbeldisfulla öfgastefnu.
Velferð dýra
Booking.com líður ekki dýraníð. Ætlast er til að gestir, samstarfsaðilar og starfsfólk sýni bæði húsdýrum og villtum dýrum virðingu og veiti dýrum lífsskilyrði sem fylgja leiðbeiningum okkar um velferð dýra.
Við leyfum ekki:
Efni sem sýnir eða stuðlar að beinum samskiptum við villt dýr
Efni sem sýnir eða kynnir dýr í búrum við slæmar aðstæður.
Efni tengt athöfnum, skemmtun eða íþróttaviðburðum sem vitað er að valdi dýrum þjáningu og skaða.
Kynferðislegt efni
Við leyfum ekki efni sem inniheldur kynferðislegt efni, nekt eða klám. Til þess telst einnig allt efni, þar með talinn texti, stafrænt myndefni og hreyfimyndir sem styðja, kynna eða sýna kynferðislega misnotkun á börnum eða kynferðislegt efni sem sýnir einstaklinga sem grunur leikur á að séu undir lögaldri (Child Sexual Abuse Material, CSAM).
Ljósmyndir og myndir eru mikilvægar heimildir á Booking.com. Ef þær eiga að styðja samfélag okkar þurfa þær að vera gagnlegar, upplýsandi og tengjast raunverulegri ferðaupplifun.
Við leyfum ekki:
Myndir sem ekki tengjast raunverulegri ferðaupplifun
Myndir sem ganga gegn stefnum, stöðlum eða leiðbeiningum sem birtast hér
Einnig þarf skriflegt efni að vera læsilegt og tengjast ferðaupplifuninni. Við leyfum ekki efni sem óskiljanlegt, samhengislaust eða er málfræðilega rangt.
Hugverkaréttur
Booking.com virðir hugverkarétt og væntir hins sama af gestum og samstarfsaðilum sínum. Stefna okkar er að:
Fara yfir mál um brot á hugverkarétti og bregðast við til að fjarlægja efni sem brýtur hann eða ef grunur er um slíkt
Gera svæði notenda sem endurtekið brjóta á hugverkarétti annarra óvirk eða takmarka aðgang þeirra á annan hátt.
Ef þú vilt tilkynna um brot á höfundarrétti getur þú gert það á eyðublaðinu okkar fyrir tilkynningu um brot á höfundarrétti.
Persónulegar og aðrar trúnaðarupplýsingar
Booking.com tekur alvarlega skyldur sínar um persónu- og gagnavernd, samkvæmt viðkomandi Persónuverndaryfirlýsingu.
Við leyfum ekki efni sem getur verið ógn við persónuvernd gesta okkar og skráðra aðila. Til dæmis þegar gestir eða samstarfsaðilar miðla persónuupplýsingum um aðra fyrir mistök, þar með taldar en takmarkast ekki við viðkvæmar eða sérflokkaðar persónuupplýsingar. Þetta á einnig við um númer greiðslukorta, kennitölur, númer ökuskírteina eða önnur leyfisnúmer, heimilisföng eða hvers kyns upplýsingar sem ekki eru aðgengilegar almenningi.
Booking.com miðar að því að vernda gesti okkar og samstarfsaðila fyrir umsögnum sem ekki byggjast á reynslu raunverulegs viðskiptavinar eða efni sem ekki tengist umræðuefninu eða ferðaupplifuninni.
Við leyfum ekki:
Efni sem á ekki við um Booking.com, dvöl þar eða raunverulega ferðaupplifun
Efni sem líklegt er að villi um fyrir eða blekki eða rugli notendur Booking.com
Neinum gesta okkar eða samstarfsaðila að villa á sér heimildir eða þykjast vera aðrir en þeir eru.
Við hjá Booking.com teljum að umsagnir gagnist best þegar þær eru hreinskilnar, hlutlausar og innihalda hlutlægar upplýsingar. Sérstaklega ættu umsagnir sem skildar eru eftir á Booking.com að endurspegla sanna upplifun gesta.
Við leyfum ekki:
Efni sem er eingöngu til að kynna sjálfa(n) sig, auglýsingar eða annað markaðsefni
Markaðsefni sem kynnir eða auglýsir tiltekna þjónustu
Efni sem inniheldur tengiliðsupplýsingar eða upplýsingar sem ætlað er að kynna eða auglýsa tiltekna þjónustu
Að samstarfsaðilar gefi umsögn um eigin skráningu, fyrirtæki eða gistiþjónustu
Við metum mikils álit umsagnaraðila okkar. Þess vegna getur aðeins viðskiptavinur sem bókaði í gegnum Booking.com skrifað umsögn. Ef gestur mætir á gististaðinn getur hann sett inn umsögn, jafnvel þótt hann hafi ekki lokið dvöl sinni. Ef hins vegar er afbókað fyrir innritunardaginn fær gesturinn ekki umsagnareyðublað.
Ef umsögn er skrifuð við slíkar aðstæður leyfum við:
Umsagnir sem innihalda mikilvægar upplýsingar og hafa gildi fyrir framtíðargesti
Umsagnir sem innihalda endurgjöf um samskipti á milli gistiþjónustunnar og gestsins
Umsagnir sem hafa gildi varðandi ferðaupplifun