Fara í innihald

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Ólafsvallakirkja
Ólafsvallakirkja
Skjaldarmerki Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Staðsetning Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Staðsetning Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Hnit: 64°28′50″N 19°11′50″V / 64.48056°N 19.19722°V / 64.48056; -19.19722
LandÍsland
KjördæmiSuðurkjördæmi
Þéttbýliskjarnar
Stjórnarfar
 • SveitarstjóriSylvía Karen Heimisdóttir
Flatarmál
 • Samtals2.232 km2
 • Sæti16. sæti
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals591
 • Sæti46. sæti
 • Þéttleiki0,26/km2
Póstnúmer
801
Sveitarfélagsnúmer8720
Vefsíðaskeidgnup.is

Skeiða- og Gnúpverjahreppur er sveitarfélag í austanverðri Árnessýslu. Hann tók til starfa 9. júní 2002 eftir að íbúar Skeiðahrepps og Gnúpverjahrepps samþykktu sameiningu hreppanna í kosningum þá um vorið. Íbúar voru 609 árið 2020.

Náttúrufar

[breyta | breyta frumkóða]

Skeiða- og Gnúpverjahreppur er austasta sveitarfélag í Árnessýslu ofanverðri og liggur hreppurinn upp með Þjórsá allt inn að Hofsjökli. Að vestanverðu marka Hvítá hreppamörk. Náttúrufar er margbreytilegt, allt frá flatlendi Skeiðanna þar sem ágangur Hvítár og Þjórsár hafa mótað landið með flóðum sínum, til holta í Gnúpverjahreppi og fjalllendi afréttanna.

Stjórnsýsla

[breyta | breyta frumkóða]

Sveitarfélaginu stjórnar 5 manna sveitarstjórn sem valin er í sveitarstjórnarkosningum fjórða hvert ár. Hún hefur aðsetur í Árnesi. 5 varamenn eru í sveitarstjórn. Að auki situr sveitarstjóri sveitarstjórnarfundi, en hann er framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.