Fara í innihald

Norðvesturkjördæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norðvesturkjördæmi
Kort af Norðvesturkjördæmi
Þingmenn
  •  • Kjördæmakjörnir
  •  • Jöfnunarmenn
  •  • Alls

  • 7 (verða 6 frá 2025)
  • 1
  • 8 (verða 7 frá 2025)
Mannfjöldi31.881 (2024)
Sveitarfélög22
Kjósendur
  •  • Á kjörskrá
  •  • Á hvert þingsæti

Kjörsókn82% (2021)
Núverandi þingmenn
1.  Stefán Vagn Stefánsson  B 
2.  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir  D 
3.  Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir  B 
4.  Bjarni Jónsson  G 
5.  Haraldur Benediktsson  D 
6.  Eyjólfur Ármannsson  F 
7.  Halla Signý Kristjánsdóttir  B 
8.  Bergþór Ólason  M 

Norðvesturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það er fámennasta kjördæmið og hefur átta sæti á Alþingi, þar af eitt jöfnunarsæti. Kjördæmið varð til þegar fyrrverandi kjördæmin Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra voru sameinuð með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 með þeirri undantekningu að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra tilheyrir nú Norðausturkjördæmi. Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003.

Upphaflega var fjöldi þingsæta í kjördæminu ákveðinn tíu sæti, þar af níu kjördæmissæti en eitt jöfnunarsæti. Þegar kosið var samkvæmt nýju kjördæmaskipaninni fyrst 2003 var fjöldi kjósenda á kjörskrá að baki hverjum þingmanni innan við helmingur af fjölda kjósenda að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Fyrir kosningarnar 2007 var því eitt kjördæmissæti flutt úr Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvesturkjördæmi í samræmi við ákvæði stjórnarskrár og kosningalaga. Sama staða kom upp eftir alþingiskosningar 2009 og 2021 þannig að eitt kjördæmissæti fluttist yfir í Suðvesturkjördæmi í hvort skipti. Í kosningunum 2024 verða því sex kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti í Norðvesturkjördæmi.[1] Samkvæmt stjórnarskrá skulu ekki vera færri en sex kjördæmissæti í hverju kjördæmi og því er ljóst að ekki verða fleiri sæti færð frá Norðvesturkjördæmi samkvæmt þessum ákvæðum.

Sveitarfélög

[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi sveitarfélög eru í Norðvesturkjördæmi: Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Húnaþing vestra, Húnabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Sveitarfélagið Skagafjörður.

Kosningatölfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Kosningar Kjósendur á
kjörskrá
Breyting Greidd
atkvæði
Kjörsókn Utankjörfundar-
atkvæði
Þingsæti Kjósendur á
hvert þingsæti
Vægi[1]
Fjöldi Hlutfall
greiddra
2003 21.247 á ekki við 18.984 89,3% 1.690 8,9% 10 2.125 158%
2007 21.126 121 18.178 86,0% 2.735 15,0% 9 2.347 150%
2009 21.293 167 18.214 85,5% 2.450 13,5% 9 2.366 153%
2013 21.318 25 17.825 83,6% 3.145 17,6% 8 2.665 142%
2016 21.481 163 17.444 81,2% 3.149 18,1% 8 2.685 146%
2017 21.521 40 17.872 83,0% 3.483 19,5% 8 2.690 147%
2021 21.548 27 17.669 82,0% 3.763 21,3% 8 2.694 150%
2024 22.348 800 - - - - 7 3.193 133%
[1] Vægi atkvæða í Norðvesturkjördæmi miðað við vægi atkvæða á landsvísu.
Heimild: Hagstofa Íslands

Þingmenn kjörnir úr kjördæminu

[breyta | breyta frumkóða]
Þingmenn kjörnir úr kjördæminu
Kosningar 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.
2003 Sturla Böðvarsson  D  Jóhann Ársælsson  S  Magnús Stefánsson  B  Einar K. Guðfinnsson  D  Guðjón A. Kristjánsson  F  Anna Kristín Gunnarsdóttir  S  Kristinn H. Gunnarsson  B  Jón Bjarnason  V  Einar Oddur Kristjánsson  D  Sigurjón Þórðarson  F 
2007 Sturla Böðvarsson  D  Guðbjartur Hannesson  S  Magnús Stefánsson  B  Jón Bjarnason  V  Einar K. Guðfinnsson  D  Guðjón A. Kristjánsson  F  Karl V. Matthíasson  S  Einar Oddur Kristjánsson  D  Kristinn H. Gunnarsson  B 
2009 Ásbjörn Óttarsson  D  Jón Bjarnason  V  Guðbjartur Hannesson  S  Gunnar Bragi Sveinsson  B  Einar K. Guðfinnsson  D  Lilja Rafney Magnúsdóttir  V  Ólína Þorvarðardóttir  S  Guðmundur Steingrímsson  B  Ásmundur Einar Daðason  V 
2013 Gunnar Bragi Sveinsson  B  Einar K. Guðfinnsson  D  Ásmundur Einar Daðason  B  Haraldur Benediktsson  D  Guðbjartur Hannesson  S  Elsa Lára Arnardóttir  B  Jóhanna María Sigmundsdóttir  B  Lilja Rafney Magnúsdóttir  V 
2016 Haraldur Benediktsson  D  Gunnar Bragi Sveinsson  B  Þórdís K. R. Gylfadóttir  D  Lilja Rafney Magnúsdóttir  V  Eva Pandóra Baldursdóttir  P  Teitur Björnsson  D  Elsa Lára Arnardóttir  B  Guðjón Brjánsson  S 
2017 Haraldur Benediktsson  D  Ásmundur Einar Daðason  B  Lilja Rafney Magnúsdóttir  V  Bergþór Ólason  M  Þórdís K. R. Gylfadóttir  D  Guðjón Brjánsson  S  Halla Signý Kristjánsdóttir  B  Sigurður Páll Jónsson  M 
2021 Stefán Vagn Stefánsson  B  Þórdís K. R. Gylfadóttir  D  Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir  B  Bjarni Jónsson  V  Haraldur Benediktsson  D  Eyjólfur Ármannsson  F  Halla Signý Kristjánsdóttir  B  Bergþór Ólason  M 
  1. „Framkvæmd alþingiskosninga 2021“. 2021. Sótt 2024.