Hrunamannahreppur
Útlit
Hrunamannahreppur | |
---|---|
Hnit: 64°07′30″N 20°21′29″V / 64.125°N 20.358°V | |
Land | Ísland |
Kjördæmi | Suðurkjördæmi |
Þéttbýliskjarnar | Flúðir |
Stjórnarfar | |
• Sveitarstjóri | Aldís Hafsteinsdóttir |
Flatarmál | |
• Samtals | 1.375 km2 |
• Sæti | 24. sæti |
Mannfjöldi (2024) | |
• Samtals | 865 |
• Sæti | 38. sæti |
• Þéttleiki | 0,63/km2 |
Póstnúmer | 845 |
Sveitarfélagsnúmer | 8719 |
Vefsíða | fludir |
Hrunamannahreppur (einnig kallaður ’Gullhreppurinn’ eða Ytri-Hreppur) er hreppur í uppsveitum Árnessýslu sem liggur austan Hvítár. Í hreppinum er mikil ylrækt, sérstaklega í þéttbýlinu á Flúðum við Litlu-Laxá, enda mikill jarðhiti á svæðinu. Í sveitinni er líka mikil nautgriparækt og er hreppurinn einna fremstur á landinu hvað mjólkurframleiðslu varðar. Á hreppamörkum Hrunamannahrepps og gamla Gnúpverjahrepps rennur Stóra-Laxá sem er mikil laxveiðiá.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hrunamannahrepp.
- Gönguleiðir í Hrunamannahreppi Geymt 30 september 2020 í Wayback Machine
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.