6. mars
Útlit
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
6. mars er 65. dagur ársins (66. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 300 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1447 - Nikulás 5. varð páfi.
- 1454 - Kasimír 4. Póllandskonungur hafnaði bandalagi við Þýsku riddarana.
- 1521 - Ferdinand Magellan kom til Gvam, fyrstur Evrópubúa.
- 1836 - Orrustunni um Alamo lauk með ósigri Texasbúa.
- 1853 - Óperan La Traviata eftir Giuseppe Verdi var frumsýnd í Vínarborg.
- 1857 - Dred Scott-málið: Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp þann úrskurð að svertingjar væru ekki bandarískir ríkisborgarar og gætu því ekki farið í mál til að krefjast frelsis.
- 1857 - Sex vermenn á leið frá Þingvöllum til Reykjavíkur urðu úti á Mosfellsheiði. Átta komust af.
- 1869 - Dmitri Mendelejev kynnti lotukerfið í fyrsta sinn.
- 1873 - Við Vestrahorn við suðausturströnd Íslands fórust fimmtán franskar skútur og rak tugi líka á land. Margir Frakkar voru jarðsettir á Stafafelli í Lóni.
- 1890 - Tröllafjarðarorrustan milli gufuknúins togara og árabáta átti sér stað í Noregi.
- 1905 - Fyrsti togarinn í eigu Íslendinga, Coot, kom til Hafnarfjarðar.
- 1930 - Fryst matvæli voru seld í fyrsta skipti í Bandaríkjunum.
- 1940 - Vopnahlé í stríði Finna og Rússa gekk í gildi.
- 1957 - Gana lýsti yfir sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1970 - Þrír meðlimir hryðjuverkahópsins Weathermen dóu þegar sprengja sem þeir ætluðu að koma fyrir á dansleik hersins sprakk.
- 1975 - Íran og Írak gerðu með sér Alsírsáttmálann sem batt endi á landamæradeilur ríkjanna.
- 1978 - Bandaríski klámblaðakóngurinn Larry Flint var skotinn í Lawrenceville í Georgíu.
- 1980 - Marguerite Yourcenar varð fyrsta konan sem fékk inngöngu í Frönsku akademíuna.
- 1983 - Konrad Hallenbarter skíðaði Vasahlaupið á innan við 4 tímum fyrstur manna.
- 1984 - Kolanámumenn í Bretlandi hófu verkfall sem stóð í ár.
- 1987 - 193 fórust þegar bresku ferjunni Herald of Free Enterprise hvolfdi í höfninni í Zeebrugge í Belgíu.
- 1988 - Flavíusaðgerðin: Breskir sérsveitarmenn skutu tvo írska lýðveldishermenn á Gíbraltar. Fjöldi hefndaraðgerða fylgdi í kjölfarið.
- 1989 - Frjálsíþróttafélag ÍBV var stofnað í Vestmannaeyjum.
- 1992 - Tölvuvírusinn Michelangelo hóf að smitast milli tölva.
- 1994 - Moldóvar höfnuðu sameiningu við Rúmeníu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 1995 - Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um fátækt og félagslegt misrétti hófst í Kaupmannahöfn.
- 1996 - Íslenska tímaritið Séð og heyrt kom út í fyrsta sinn.
- 1996 - Téténskir uppreisnarmenn réðust á höfuðstöðvar rússneska hersins í Grosní með þeim afleiðingum að 70 rússneskir hermenn og 130 uppreisnarmenn létu lífið.
- 1997 - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Tamíltígrar náðu herstöð á sitt vald og drápu 200.
- 2007 - Fyrrum aðstoðamaður Bandaríkjaforseta, I. Lewis Libby, var dæmdur sekur fyrir meinsæri og hindrun réttvísinnar í tengslum við Plame-málið þar sem nafni leyniþjónustumanns var lekið í fjölmiðla.
- 2010 - Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi frá stofnun lýðveldis fór fram. Kosið var um svonefnd Icesave-lög, sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði synjað staðfestingar. Þátttaka var 62%; þar af sögðu rúm 93% nei.
- 2012 - Sádíhneykslið hófst þegar sænska ríkisútvarpið sagði frá samstarfi Svía og Sádiaraba um stofnun vopnaverksmiðju í Sádi-Arabíu.
- 2013 - Á skömmum tíma snjóaði mikið og hvessti veður á Íslandi. Færð varð mjög slæm víða um land og 15 til 20 bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk.
- 2015 - Geimfarið Dawn komst á braut um dvergreikistjörnuna Ceres. Þetta var í fyrsta sinn í sögu mannkyns sem geimfar komst á braut um dvergreikistjörnu.
- 2021 - Erkiklerkurinn Ali al-Sistani og Frans páfi hittust í Nadjaf í Írak, sem var fyrsti fundur páfa og erkiklerks.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1340 - John af Gaunt, fyrsti hertoginn af Lancaster (d. 1399).
- 1405 - Jóhann 2., konungur Kastilíu (d. 1454).
- 1459 - Jacob Fugger, þýskur bankamaður (d. 1525).
- 1475 - Michelangelo Buonarroti, ítalskur listamaður (d. 1564).
- 1619 - Cyrano de Bergerac, franskt skáld (d. 1655).
- 1761 - Antoine-Francois Andreossy, franskur herforingi (d. 1828).
- 1902 - Sigfús Sigurhjartarson, stjórnmálamaður og ritstjóri (d. 1952).
- 1917 - Donald Davidson, bandarískur heimspekingur (d. 2003).
- 1923 - Ingólfur Guðbrandsson, íslenskur ferðamálafrömuður.
- 1926 - Jón Nordal, íslenskt tónskáld.
- 1927 - Gabriel García Márquez, kólumbískur rithöfundur, blaðamaður og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2014).
- 1929 - Tom Foley, bandarískur stjórnmálamaður (d. 2013).
- 1936 - Choummaly Sayasone, forseti Laos.
- 1937 - Valentína Tereshkova, rússneskur geimfari.
- 1946 - David Gilmour, fyrrum gítarleikari Pink Floyd.
- 1951 - Jón Sigurðsson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 1961 - Sigmundur Ernir Rúnarsson, íslenskur fjölmiðlamaður.
- 1968 - Moira Kelly, bandarísk leikkona.
- 1969 - Jintara Poonlarp, taílensk söngkona.
- 1972 - Shaquille O'Neal, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1977 - Giorgos Karagounis, grískur knattspyrnumaður.
- 1978 - Teruaki Kurobe, japanskur knattspyrnumaður.
- 1991 - Vignir Fannar Víkingsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1996 - Timo Werner, þýskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1052 - Emma af Normandí, Englandsdrottning (f. um 985).
- 1683 - Guarino Guarini, ítalskur arkitekt (f. 1624).
- 1754 - Henry Pelham, breskur stjórnmálamaður (f. 1694).
- 1888 - Louisa May Alcott, bandarískur rithöfundur (f. 1832).
- 1950 - Albert Lebrun, franskur stjórnmálamaður (f. 1871).
- 1968 - Jón Eyþórsson, íslenskur veðurfræðingur (f. 1895).
- 1973 - Pearl S. Buck, bandarískur rithöfundur (f. 1892).
- 1982 - Ayn Rand, bandarískur rithöfundur (f. 1905).
- 1983 - Donald Duart Maclean, breskur njósnari fyrir Sovétríkin (f. 1913).
- 1986 - Georgia O'Keeffe, bandarísk myndlistarkona (f. 1887).
- 1990 - Taro Kagawa, japanskur knattspyrnumaður (f. 1922).
- 1993 - Tryggvi Emilsson, íslenskur rithöfundur (f. 1902).
- 1994 - Ken Noritake, japanskur knattspyrnumaður (f. 1922).
- 1997 - Eyjólfur Konráð Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1928).
- 2016 - Jenna Jensdóttir, íslenskur rithöfundur (f. 1918).
- 2016 - Nancy Reagan, bandarísk leikkona, forsetafrú Bandaríkjanna (f. 1921).