3. janúar
Útlit
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
3. janúar er 3. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 362 dagar (363 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 684 - Zhong Zong varð keisari Tangveldisins.
- 936 - Leó 7. varð páfi.
- 1322 - Karl 4. varð konungur Frakklands og Navarra.
- 1483 - Hans varð konungur Danmerkur og Noregs.
- 1483 - Byssum beitt í bardaga á Íslandi í fyrsta sinn svo vitað sé, þegar menn Andrésar Guðmundssonar skutu að Þorleifi Björnssyni hirðstjóra og mönnum hans þegar þeir reyndu að ná virki á Reykhólum þar sem Andrés hafði búið um sig. Einn maður féll.
- 1496 - Leonardo da Vinci gerði prófanir á flugvél sem hann hafði smíðað en þær mistókust.
- 1597 - Heklugos hófst og voru uppi margir eldar samtímis.
- 1602 - Umsátrinu um Kinsale lauk með ósigri Íra og spænskra bandamanna þeirra.
- 1641 - Sænski herinn reyndi án árangurs að steypa þýsku stjórninni í Regensburg.
- 1749 - Blaðið Kjøbenhavnske Danske Post-Tidender, síðar Berlingske Tidende, kom út í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn.
- 1815 - Austurríki, Bretland og Frakkland mynduðu leynilegt varnarbandalag gegn Prússlandi og Rússlandi.
- 1888 - Kristín Bjarnadóttir frá Esjubergi neytti atkvæðisréttar síns fyrst íslenskra kvenna í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík.
- 1890 - Hólmavík á Ströndum varð löggiltur verslunarstaður.
- 1925 - Benito Mussolini leysti upp þingið og lýsti yfir flokksræði á Ítalíu.
- 1926 - Karlakór Reykjavíkur var stofnaður.
- 1948 - Þýskur togari bjargaði fjögurra manna áhöfn íslenska vélbátsins Bjargar eftir átta daga hrakninga vegna vélarbilunar.
- 1958 - Sambandsríki Vestur-Indía var stofnað.
- 1959 - Alaska varð 49. fylki Bandaríkjanna.
- 1961 - Dwight Eisenhower tilkynnti að Bandaríkin hefðu slitið stjórnmálasambandi við Kúbu.
- 1970 - Vestur-Kongó tók upp nýja sósíalíska stjórnarskrá. Nafni landsins var breytt í Alþýðulýðveldið Kongó.
- 1971 - Fjarnámsháskólinn The Open University hóf starfsemi sína í Bretlandi.
- 1976 - Flytja þurfti 20.000 manns frá heimilum sínum við Tønder og Ribe á Suður-Jótlandi í Danmörku vegna stormflóðs.
- 1977 - Fyrirtækið Apple Computer var formlega skráð.
- 1982 - Italia 1, fyrsta ítalska einkarekna sjónvarpsstöðin sem sendi út um allt land, var stofnuð með sameiningu 18 héraðsstöðva.
- 1983 - Hraungos hófst í eldfjallinu Kīlauea á Hawaii og stóð yfir til 2018.
- 1984 - FTSE 100-vísitalan var tekin í notkun.
- 1987 - Aretha Franklin varð fyrsta konan sem fékk inngöngu í Frægðarhöll rokksins.
- 1990 - Íslandsbanki hinn síðari hóf starfsemi sína. Hann var stofnaður 1. janúar með sameiningu Alþýðubankans, Útvegsbankans og Verslunarbankans.
- 1990 - Manuel Noriega, forseti Panama, gaf sig fram við innrásarlið Bandaríkjanna.
- 1991 - Wayne Gretzky skoraði sitt sjöhundruðasta mark.
- 1993 - Þriðja Star Trek-þáttaröðin, Star Trek: Deep Space Nine, hóf göngu sína.
- 1996 - Farsíminn Motorola StarTAC kom á markað.
- 2000 - Sjónvarpsþátturinn Kastljós hóf göngu sína í íslenska ríkissjónvarpinu.
- 2002 - Ísraelsher tók skipið Karine A sem flutti vopn til heimastjórnar Palestínumanna.
- 2004 - Flash Airlines flug 604 hrapaði í Rauðahafið með þeim afleiðingum að 148 fórust.
- 2008 - Verð hráolíu fór í fyrsta sinn í sögunni yfir 100 dali á tunnuna.
- 2008 - 4 létust í öflugri bílsprengju í bænum Diyarbakir í Tyrklandi.
- 2009 - Rafræni gjaldmiðillinn Bitcoin var kynntur til sögunnar.
- 2011 - Jarðskjálfti upp á 7,1 stig skók borgina Temuco í Síle.
- 2015 - Hryðjuverkasamtökin Boko Haram myrtu yfir 2000 manns í Baga í Nígeríu.
- 2016 - Íran sleit stjórnmálasambandi við Sádí-Arabíu vegna aftöku sádíarabíska sjíahöfðingjans Nimr al-Nimr.
- 2019 – Nýtt þingtímabil hófst í Bandaríkjunum. Nancy Pelosi var kjörin forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings af nýjum þingmeirihluta Demókrataflokksins.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 106 f.Kr. - Cíceró, rómverskur heimspekingur (d. 43 f.Kr.).
- 1777 - Élisa Bonaparte, korsísk aðalskona (d. 1820).
- 1879 - Steponas Kairys, litháískur verkfræðingur (d. 1964).
- 1880 - Guðmundur G. Bárðarson, íslenskur náttúrufræðingur (d. 1933).
- 1883 - Clement Attlee, forsætisráðherra Bretlands (d. 1967).
- 1892 - J. R. R. Tolkien, breskur prófessor og rithöfundur (d. 1973).
- 1901 - Ngô Đình Diệm, forseti Suður-Víetnams (d. 1963).
- 1924 - André Franquin, belgískur myndasöguhöfundur (d. 1997).
- 1930 - Matthías Johannessen, íslenskt skáld og rithöfundur.
- 1946 - John Paul Jones, enskur bassaleikari Led Zeppelin.
- 1956 - Mel Gibson, ástralskur leikari og leikstjóri.
- 1963 - Till Lindemann, þýskur rokksöngvari (Rammstein).
- 1969 - Michael Schumacher, þýskur ökuþór.
- 1978 - Vilhelm Anton Jónsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1979 - Georgía Olga Kristiansen, íslensk körfuknattleikskona.
- 1986 - Nejc Pečnik, slóvenskur knattspyrnumaður.
- 1990 - Yoichiro Kakitani, japanskur knattspyrnumaður.
- 2003 - Greta Thunberg, sænskur aðgerðasinni.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 236 - Anþeros páfi.
- 1322 - Filippus 5. Frakkakonungur (f. 1292).
- 1437 - Katrín af Valois, Englandsdrottning (f. 1401).
- 1497 - Beatrice d'Este, ítölsk hefðarfrú, kona Ludovico Sforza, hertoga af Mílanó (f. 1474).
- 1543 - Juan Rodríguez Cabrillo, portúgalskur landkönnuður.
- 1682 - Olof Verelius, sænskur rúnafræðingur (f. 1618).
- 1903 - Alois Hitler, faðir Adolfs Hitler (f. 1837).
- 1923 - Jaroslav Hasek, tékkneskur rithöfundur (f. 1883).
- 1933 - Wilhelm Cuno, kanslari Þýskalands (f. 1876).
- 1938 - Jes Zimsen, íslenskur kaupmaður (f. 1877).
- 1945 - Edgar Cayce, bandarískur miðill (f. 1877).
- 1956 - Joseph Wirth, kanslari Þýskalands (f. 1879).
- 1960 - Gunnar Salómonsson, íslenskur aflraunamaður (f. 1907).
- 1967 - Jack Ruby, maðurinn sem drap Lee Harvey Oswald (f. 1911).
- 1976 - Barbara Árnason, íslensk listakona (f. 1911).
- 1985 - Oddný Guðmundsdóttir, íslenskur rithöfundur og kennari (f. 1908).
- 1996 - Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvennasögusafns Íslands (f. 1908).
- 2003 - Flóra Kádár, ungversk leikkona (f. 1928).
- 2011 - Jón Bragi Bjarnason, íslenskur lífefnafræðingur (f. 1948).