23. desember
Útlit
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
23. desember er 357. dagur ársins (358. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 8 dagar eru eftir af árinu. Dagur þessi er Þorláksmessa á Íslandi. Vetrarsólstöður geta orðið á þessum degi á norðurhveli jarðar.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 619 - Bonifasíus 5. varð páfi.
- 1199 - Þorláksmessa var fyrst haldin heilög á Íslandi.
- 1588 - Hinrik 3. Frakkakonungur réðist til atlögu gegn leiðtogum Kaþólska bandalagsins, hertoganum af Guise og kardínálanum bróður hans, og lét drepa þá.
- 1631 - Þrjátíu ára stríðið: Svíar náðu Mainz á sitt vald bardagalaust.
- 1672 - Giovanni Domenico Cassini uppgötvaði tungl Satúrnusar, Reu.
- 1688 - Dýrlega byltingin: Jakob 2. Englandskonungur flúði til Frakklands.
- 1846 - Borðeyri við Hrútafjörð á Ströndum varð löggiltur verslunarstaður.
- 1893 - Óperan Hans og Gréta eftir Engelbert Humperdinck var frumsýnd.
- 1913 - Seðlabanki Bandaríkjanna var stofnaður.
- 1928 - Fyrsta skip Samvinnufélags Ísfirðinga, Sæbjörn, kom til bæjarins.
- 1956 - Richard Nixon, sem þá var varaforseti Bandaríkjanna, kom til Íslands og heimsótti Ásgeir Ásgeirsson forseta á Bessastöðum.
- 1958 - Ríkisstjórn Alþýðuflokksins tók við völdum og sat í ellefu mánuði undir forsæti Emils Jónssonar.
- 1965 - Árelíus Jensen matreiðslumaður var valinn matreiðslumaður ársins, fyrstur allra.
- 1968 - Í Reykjavík urðu átök á milli lögreglu og fólks sem mótmælti stríðinu í Víetnam. Var þessi atburður nefndur Þorláksmessuslagurinn.
- 1972 - Eftirlifendur Andesflugslyssins fundust. Liðnir voru 73 dagar frá atvikinu. Sextán manns lifðu af með því að leggja aðra farþega sér til munns.
- 1980 - Friðarganga á Þorláksmessu var haldin í Reykjavík í fyrsta sinn.
- 1982 - Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna mæltist til þess að bærinn Times Beach yrði rýmdur vegna díoxínmengunar.
- 1984 - Sprengja sprakk í hraðlest á leið frá Napólí til Mílanó á Ítalíu með þeim afleiðingum að 16 létust og 161 særðust.
- 1990 - 95% kjósenda samþykktu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í Slóveníu.
- 1993 - Stærsti vinningur í sögu Lottósins fram að því var greiddur út til sjö manna fjölskyldu á Seltjarnarnesi og var fjárhæðin 61,9 milljónir króna.
- 1995 - Íslenska kvikmyndin Agnes var frumsýnd.
- 1998 - Leikjatölvan PocketStation kom á markað.
- 2002 - Bandarískur dróni af gerðinni MQ-1 Predator var skotinn niður af íraskri MiG-25-orrustuþotu.
- 2003 - Alþjóðaferðamálastofnunin varð ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna.
- 2003 - Um 200 manns létust þegar sprenging varð í gaslind í Chongqing í Kína.
- 2005 - Lech Kaczyński, varð forseti Póllands.
- 2005 - Tjad lýsti Súdan stríði á hendur.
- 2014 - Úkraínska þingið samþykkti að leggja hlutleysisstefnu landsins niður og sækja um aðild að NATO.
- 2016 - Líbískri farþegaflugvél með 118 um borð var rænt og hún þvinguð til að lenda á Möltu. Flugræningjarnir gáfust upp og slepptu gíslunum án blóðsúthellinga.
- 2020 - Ríkisstjórn Benjamins Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sprakk og kallað var til fjórðu þingkosninganna í landinu á tveimur árum.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1582 - Severo Bonini, ítalskt tónskáld (d. 1663).
- 1613 - Carl Gustaf Wrangel, sænskur aðmíráll (d. 1676).
- 1711 - Jacob Fortling, dansk-þýskur myndhöggvari (d. 1761).
- 1795 - Rósa Guðmundsdóttir (Vatnsenda-Rósa), íslenskt skáld (d. 1855).
- 1805 - Joseph Smith, stofnandi mormónasafnaðarins (d. 1844).
- 1881 - Juan Ramón Jiménez, spænskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1958).
- 1918 - Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýskalands (d. 2015).
- 1930 - Loftur Jóhannesson, íslenskur kaupsýslumaður.
- 1933 - Akihito, Japanskeisari.
- 1943 - Silvía Svíadrottning.
- 1950 - Vicente del Bosque, spænskur knattspyrnustjóri.
- 1952 - Jónína Bjartmarz, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1960 - Guðmundur Þórður Guðmundsson, íslenskur handknattleiksþjálfari.
- 1979 - Kenny Miller, skoskur knattspyrnuleikari.
- 1985 - Harry Judd, enskur songvari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1193 - Þorlákur helgi Þórhallsson, biskup í Skálholti (f. 1133).
- 1230 - Berengaría af Navarra, Englandsdrottning (f. um 1165).
- 1646 - François Maynard, franskt skáld (f. 1582).
- 1745 - Jan Dismas Zelenka, bæheimskt tónskáld (f. 1679).
- 1761 - Alestair Ruadh MacDonnell, skoskur njósnari (f. 1725).
- 1831 - Emilia Plater, litháísk frelsishetja (f. 1806).
- 1834 - Thomas Malthus, enskur hagfræðingur (f. 1766).
- 1895 - Katrín Þorvaldsdóttir Sívertsen, eiginkona Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara (f. 1829).
- 1905 - Páll Ólafsson, íslenskt skáld (f. 1827).
- 1931 - Wilson Bentley, bandarískur ljósmyndari (f. 1865).
- 1948 - Hideki Tojo, forsætisráðherra Japans (f. 1884).
- 1982 - Agnar Kofoed-Hansen, íslenskur flugmaður og lögreglustjóri (f. 1915).
- 2013 - Mikhail Kalasjnikov, rússneskur upfinningamaður (f. 1919).
Hátíðis- og tyllidagar
[breyta | breyta frumkóða]- Þorláksmessa á vetri á Íslandi.
- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Ketkrókur til byggða þennan dag.