5. desember
Útlit
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
5. desember er 339. dagur ársins (340. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 26 dagar eru eftir af árinu.
Helstu atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1484 - Innósentíus 8. páfi gaf út Summis desiderantes, tilskipun sem skipaði Heinrich Kramer og Jacob Sprenger rannsóknardómara til þess að uppræta meintar nornir í Þýskalandi. Þetta markaði upphafið að einhverjum umfangsmestu nornaveiðum sögunnar.
- 1492 - Kristófer Kólumbus varð fyrstur Evrópumanna til þess að stíga á land á Hispaníólu.
- 1497 - Manúel 1. Portúgalskonungur gaf út tilskipun um að gyðingar skyldu taka kristni eða yfirgefa landið ella.
- 1590 - Niccolò Sfondrati varð Gregoríus 14. páfi.
- 1796 - Í Hólavallaskóla var frumsýnt leikritið Slaður og trúgirni eftir Sigurð Pétursson. Síðar fékk það nafnið Hrólfur.
- 1848 - Gullæðið í Kaliforníu hófst er forseti Bandaríkjanna, James K. Polk, staðfesti fyrir Bandaríkjaþingi að mikið magn af gulli hafi uppgötvast í Kaliforníu.
- 1926 - Kvikmyndin Beitiskipið Pótemkín eftir Sergei Eisenstein var frumsýnd.
- 1929 - Mjólkurbú Flóamanna var stofnað.
- 1932 - Lyfjafræðingafélag Íslands var stofnað.
- 1932 - Þýskættaði eðlisfræðingurinn Albert Einstein fékk bandaríska vegabréfsáritun.
- 1933 - Áfengisbanninu í Bandaríkjunum lauk.
- 1934 - Abissiníudeilan: Ítalskur her gerði árás á Wal Wal í Abissíníu og náði borginni á sitt vald eftir 4 daga.
- 1936 - Sovétríkin tóku upp nýja stjórnarskrá og Kirgistan gerðist Sovétlýðveldi.
- 1941 - Bók John Steinbeck Sea of Cortez var gefin út (Steinbeck notaði upplýsingar sem hann safnaði við skrif þessarar bókar til að þróa sjávarlíffræðinginn Doc, sem kemur fyrir í bókinni Ægisgötu (Cannery Row).
- 1945 - Sveit fimm sprengjuflugvéla á vegum Bandaríka flotans týndist í Bermúda-þríhyrningnum.
- 1957 - Sukarno Indónesíuforseti vísaði öllum hollenskum ríkisborgurum, 326.000 að tölu, úr landi.
- 1968 - Jarðskjálfti af stærðinni 6 stig fannst í Reykjavík og var hann sá snarpasti frá 1929.
- 1973 - Vegna olíukreppunnar ákvað stjórnin í Noregi að banna alla bílaumferð um helgar.
- 1977 - Suðurafríska héraðið (bantústanið) Bophuthatswana lýsti yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis, en alþjóðasamfélagið hunsaði það.
- 1978 - Sovétríkin skrifuðu undir vináttusamning við kommúnistastjórn Afganistan.
- 1978 - Chris Curry og Hermann Hauser stofnuðu breska tölvufyrirtækið Cambridge Processor Unit Ltd sem síðar varð Acorn Computers.
- 1978 - Aðildarlönd Evrópubandalagsins, utan Bretland, samþykktu evrópska myntkerfið.
- 1996 - Madeleine Albright var tilnefnd sem fyrsti kvenkyns utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
- 2003 - Fyrsta breytingin á íslensku var gerð á íslensku Wikipediu.
- 2006 - Herinn framdi valdarán á Fídjieyjum.
- 2009 - 109 létust í eldsvoða í diskóteki í borginni Perm í Rússlandi.
- 2011 - Stjörnufræðingar uppgötvuðu plánetuna Kepler-22b sem líkist jörðinni að ýmsu leyti.
- 2013 - Haldið var málþing í Landsbókasafni Íslands í tilefni af tíu ára afmæli íslensku Wikipediu.
- 2017 - Alþjóðaólympíunefndin meinaði Rússlandi þátttöku í Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang þegar rannsókn leiddi í ljós viðtæka notkun árangursbætandi lyfja á fyrri vetrarólympíuleikum.
- 2019 – Skriðurnar í Búrúndí 2019: 26 fórust í skriðum í Búrúndí.
- 2020 - Rússar hófu bólusetningu með Spútnik V-bóluefninu.
- 2022 - Vísindamönnum við Lawrence Livermore-rannsóknarstöðina í Kaliforníu tókst að framleiða umframorku með kjarnasamruna.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1377 - Jianwen keisari í Kína (d. 1402).
- 1443 - Júlíus 2. páfi (d. 1513).
- 1537 - Ashikaga Yoshiaki, japanskur sjógun (d. 1597)
- 1539 - Fausto Paolo Sozzini, ítalskur guðfræðingur (d. 1604)
- 1547 - Ubbo Emmius, hollenskur sagnfræðingur og stærðfræðingur (d. 1625)
- 1595 - Henry Lawes, enskt tónskáld (d. 1662).
- 1687 - Francesco Geminiani, ítalskur fiðluleikari og tónskáld (d. 1762).
- 1724 - Björn Halldórsson, prestur í Sauðlauksdal (d. 1794).
- 1782 - Martin Van Buren, 8. forseti Bandaríkjanna (d. 1862).
- 1803 - Fjodor Tuttsjev, rússneskt ljóðskáld (d. 1873).
- 1820 - Afanasy Fet, rússneskt ljóðskáld(d. 1892).
- 1830 - Christina Rossetti, breskt ljóðskáld (d. 1894).
- 1839 - George Armstrong Custer, bandarískur hershöfðingi (d. 1876).
- 1867 - Józef Piłsudski, pólskur stjórnmálamaður (d. 1935).
- 1868 - Arnold Sommerfeld, þýskur eðlisfræðingur (d. 1951).
- 1874 - Rögnvaldur Ólafsson, íslenskur arkitekt (d. 1917).
- 1879 - Clyde Cessna, bandarískur flugvélaframleiðandi (d. 1954).
- 1890 - Fritz Lang, austurrískur kvikmyndaleikstjóri (d. 1976).
- 1896 - Carl Ferdinand Cori, bandarískur lífefnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1984).
- 1901 - Walt Disney, bandarískur teiknimyndaframleiðandi (d. 1966).
- 1901 - Werner Heisenberg, þýskur eðlisfræðingur Nóbelsverðlaunahafi (d. 1976).
- 1902 - Strom Thurmond, bandarískur stjórnmálamaður (d. 2003).
- 1903 - Cecil Frank Powell, breskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1969).
- 1906 - Otto Preminger, bandarískur kvikmyndaleikstjóri, framleiðandi og leikari (d. 1986).
- 1908 - Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvennasögusafns Íslands (d. 1996).
- 1914 - Hans Hellmut Kirst, þýskur rithöfundur (d. 1989).
- 1925 - Anastasio Somoza Debayle, forseti Níkaragva (d. 1980).
- 1927 - Bhumibol Adulyadej, konungur Taílands (d. 2016).
- 1932 - Sheldon Lee Glashow, bandarískur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi.
- 1932 - Little Richard (Richard Wayne Penniman), bandarískur söngvari og píanisti.
- 1936 - Ingi Randver Jóhannsson, íslenskur skákmaður (d. 2010).
- 1940 - Peter Pohl, sænskur rithöfundur.
- 1940 - Guðbrandur Valdimarsson, íslenskur leikari.
- 1943 - Jim Marrs, bandarískur samsæriskenningasmiður (d. 2017).
- 1943 - Eva Joly, norsk-franskur dómari.
- 1944 - Jeroen Krabbé, hollenskur leikari.
- 1946 - José Carreras, spænskur tenórsöngvari.
- 1956 - Brian Backer, bandarískur leikari.
- 1967 - Kjartan Magnússon, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1974 - Kjartan Þór Ragnarsson, íslenskur tannlæknir.
- 1979 - Matteo Ferrari, ítalskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Frankie Muniz, bandarískur leikari.
- 1988 - Tsukasa Shiotani, japanskur knattspyrnumaður.
- 1993 - Ross Barkley, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 749 - Jóhann af Damaskus, sýrlenskur munkur.
- 1082 - Ramon Berenguer 2., greifi af Barselóna.
- 1560 - Frans 2. Frakkakonungur (f. 1544).
- 1624 - Gaspard Bauhin, svissneskur grasafræðingur (f. 1560).
- 1663 - Severo Bonini, ítalskt tónskáld (f. 1582).
- 1686 - Niels Stensen, danskur vísindamaður (f. 1638).
- 1749 - Pierre Gaultier de Varennes et de la Vérendrye, landkönnuður og kaupmaður í Nýja Frakklandi (b. 1685).
- 1770 - James Stirling, skoskur stærðfræðingur (f. 1692).
- 1791 - Wolfgang Amadeus Mozart, austurrískt tónskáld (f. 1756).
- 1870 - Alexandre Dumas eldri, franskur rithöfundur (f. 1802).
- 1891 - Pétur 2. Brasilíukeisari (f. 1825).
- 1920 - José Pérez, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1897).
- 1925 - Wladyslaw Reymont, pólskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1867).
- 1950 - Sri Aurobindo, indverskur gúrú (f. 1872).
- 1951 - Shoeless Joe Jackson, bandarískur hafnaboltaleikmaður (f. 1889).
- 1963 - Karl Amadeus Hartmann, þýskt tónskáld (f. 1905).
- 1963 - Sri Deep Narayan Mahaprabhuji, indverskur hindúasálkönnuður.
- 1965 - Joseph Erlanger, bandarískur lífeðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1874).
- 1975 - Hannah Arendt, þýskur stjórnmálahugsuður (f. 1906).
- 1991 - Richard Speck, bandarískur fjöldamorðingi (f. 1941).
- 2002 - Ne Win, leiðtogi Búrma (f. 1911).
- 2008 - Rúnar Júlíusson, íslenskur tónlistamaður. (f. 1945).
- 2012 - Oscar Niemeyer, brasilískur arkitekt (f. 1907).
- 2013 - Nelson Mandela, forseti Suður-Afríku (f. 1918).
- 2014 - Fabiola Belgiudrottning (f. 1928).
- 2021 - Bob Dole, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1923).
Hátíðis- og tyllidagar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 5. desember.