22. mars
Útlit
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
22. mars er 81. dagur ársins (82. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 284 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 238 - Íbúar rómversku Afríku gerðu uppreisn gegn Maximinusi og hinn aldraði Gordíanus 1. tók við embætti Rómarkeisara ásamt syni sínum, Gordíanusi 2.
- 1604 - Karl hertogi var hylltur sem konungur Svíþjóðar á stéttaþingi í Norrköping í kjölfar þess að Jóhann hertogi af Austur-Gautlandi afsalaði sér kröfu til krúnunnar.
- 1622 - Blóðbaðið í Jamestown: Alkonkvínar drápu 347 enska landnema í Jamestown í Virginíu (þriðjung allra íbúa nýlendunnar) og brenndu bæinn Henricus til grunna.
- 1882 - Bandaríkjaþing bannaði fjölkvæni.
- 1888 - Enska knattspyrnudeildin var stofnuð.
- 1895 - Fyrsta kvikmyndasýning sögunnar fór fram í París þegar bræðurnir Auguste og Louis Lumière sýndu áhorfendum í fyrsta sinn kvikmynd. Sýningin var einungis fyrir boðsgesti.
- 1924 - Þriðja ríkisstjórn Jóns Magnússonar tók við völdum og sat í rúm tvö ár.
- 1939 - Lúðrasveit Vestmannaeyja var stofnuð af Oddgeiri Kristjánssyni.
- 1945 - Arababandalagið var stofnað.
- 1948 - Skáldsaga Halldórs Laxness Atómstöðin kom út og seldist upp samdægurs.
- 1959 - Leikfélag Kópavogs frumsýndi leikritið Veðmál Mæru Lindar í leikstjórn Gunnars Hansen í Félagsheimili Kópavogs.
- 1972 - Geirfugladrangur vestur af Eldey hrundi. Hann var áður um tíu metra hár, en eftir hrunið kemur hann aðeins upp úr um fjöru.
- 1974 - Bandaríkjaþing samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem kvað á um jafnrétti kynjanna.
- 1978 - Loftfimleikamaðurinn Karl Wallenda lést þegar hann féll af línu sem hann gekk á á milli hótela í San Juan, Púertó Ríkó.
- 1982 - Geimskutlan Columbia hélt í sína þriðju geimferð.
- 1986 - Kvikmyndin Eins og skepnan deyr var frumsýnd í Reykjavík.
- 1993 - Intel setti fyrsta Pentium-örgjörvann á markað.
- 1995 - Valeríj Poljakov sneri aftur til jarðar eftir að hafa dvalið 438 daga í geimnum.
- 1996 - Fyrsti tölvuleikurinn í leikjaröðinni Resident Evil kom út í Japan.
- 1996 - Göran Persson varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 1997 - Tara Lipinski varð yngsti heimsmeistari sögunnar í listdansi á skautum.
- 1997 - Íslenska heimildarmyndin Íslands þúsund ár var frumsýnd.
- 2004 - Ahmed Jassin, leiðtogi Hamassamtakanna myrtur af ísraelska hernum.
- 2012 - Forseta Malí, Amadou Toumani Touré, var steypt af stóli.
- 2016 - 35 létust í þremur hryðjuverkaárásum á flugvellinum í Brussel og lestarstöð í Maalbeek í Belgíu.
- 2017 - Árásin í Westminster 2017: 52 ára Breti ók bíl á vegfarendur á Westminster-brú í London og stakk lögreglumann áður en hann var skotinn til bana.
- 2017 - Orrustan um Mósúl: Fjöldagröf með þúsundum fórnarlamba Íslamska ríkisins fannst við borgina.
- 2022 - Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Aleksej Navalníj var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir svik og vanvirðingu við dómstóla.
- 2024 - Vopnaðir menn gerðu skotárás á mannfjölda í tónleikahöllinni Crocus City Hall í Moskvu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1366 - Thomas de Mowbray, 1. hertogi af Norfolk (d. 1399).
- 1459 - Maximilían 1., keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1599 - Antoon van Dyck, flæmskur listmálari (d. 1641).
- 1609 - Jóhann 2. Kasimír Vasa, konungur Póllands (d. 1672).
- 1797 - Vilhjálmur 1. Þýskalandskeisari (d. 1888).
- 1847 - Magnús Þórarinsson, íslenskur tóvinnumaður (d. 1917).
- 1857 - Paul Doumer, franskur stjórnmálamaður (d. 1932).
- 1869 - Emilio Aguinaldo, forseti Filippseyja (d. 1964).
- 1886 - August Rei, eistneskur stjórnmálamaður (d. 1963).
- 1887 - Chico Marx, bandarískur gamanleikari (d. 1961).
- 1929 - Yayoi Kusama, japonsk myndlistarkona.
- 1930 - Stephen Sondheim, bandariskt tonskald (d. 2021).
- 1930 - Eyþór Þorláksson, íslenskur gítarleikari (d. 2018).
- 1931 - William Shatner, kanadískur leikari.
- 1937 - Júlíus Sólnes, íslenskur ráðherra, alþingismaður og prófessor.
- 1941 - Bruno Ganz, svissneskur leikari.
- 1948 - Andrew Lloyd Webber, breskt tónskáld.
- 1957 - Magnús Tumi Magnússon, íslenskur myndlistamaður.
- 1968 - Kazuya Maekawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1976 - Reese Witherspoon, bandarísk leikkona.
- 1977 - Owusu Benson, ganverskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Björn Lind, sænskur skíðagöngumaður.
- 1978 - Rökkvi Vésteinsson, íslenskur uppistandari.
- 1981 - Rakel Logadóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1999 - Bríet, íslensk tónlistarkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 752 - Sakarías páfi.
- 1421 - Tómas af Lancaster, hertogi af Clarence, næstelsti sonur Hinriks 4. Englandskonungs (f. 1388).
- 1471 - Páll II páfi, (f. 1418).
- 1602 - Agostino Carracci, ítalskur listmálari og prentmyndasmiður (f. 1557).
- 1685 - Go-Sai, Japanskeisari (f. 1638).
- 1687 - Jean-Baptiste Lully, ítalskt tónskáld (f. 1632).
- 1832 - Johann Wolfgang von Goethe, þýskt skáld (f. 1749).
- 1917 - Þóra Pétursdóttir, íslensk myndlistarkona (f. 1847).
- 1958 - Mike Todd, kvikmyndaframleiðandi og þriðji eiginmaður Elísabetar Taylor fórst í flugslysi.
- 1998 - Shoichi Nishimura, japanskur knattspyrnumaður (f. 1911).
- 1999 - Þorleifur Einarsson, íslenskur jarðfræðingur (f. 1931).
- 2004 - Ahmed Yassin, leiðtogi Hamas.