11. desember
Útlit
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
11. desember er 345. dagur ársins (346. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 20 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1282 - Síðasta orrustan milli Englendinga og Walesmanna. Llywelyn hinn síðasti, prins af Wales, féll og Englendingar lögðu Wales undir sig.
- 1688 - Dýrlega byltingin: Eftir röð ósigra flúði Jakob 2. Englandskonungur til Frakklands.
- 1866 - Sameinaða danska gufuskipafélagið var stofnað.
- 1917 - Nýja bíó í Reykjavík frumsýndi kvikmyndina Voðastökk og þótti tíðindum sæta að bíóið hafði látið þýða textana á íslensku.
- 1930 - Til átaka kom í Reykjavík vegna verkfalls í Garnastöð Sambandsins og voru þau kölluð Garnaslagurinn. Um samdist í lok mánaðarins.
- 1936 - Georg 6. varð konungur Bretlands eftir afsögn eldri bróður síns Játvarðs 8.
- 1941 - Heimsstyrjöldin síðari: Þýskaland og Ítalía sögðu Bandaríkjunum stríð á hendur.
- 1948 - Gunnar Gunnarsson, rithöfundur, og kona hans Franzisca Antonia Josephine Jörgensen, gáfu íslenska ríkinu Skriðuklaustur á Fljótsdalshéraði.
- 1961 - Fyrstu bandarísku herþyrlurnar komu til Saigon og mörkuðu þannig upphaf þátttöku Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu.
- 1961 - Adolf Eichmann var dæmdur sekur fyrir glæpi gegn mannkyni í Ísrael.
- 1970 - Bandaríska teiknimyndin Hefðarkettirnir var frumsýnd.
- 1975 - Alvarlegur atburður varð er breski dráttarbáturinn Lloydsman sigldi tvisvar á varðskipið Þór í mynni Seyðisfjarðar, um tvær sjómílur frá landi. Íslendingar kærðu Breta til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna þessa.
- 1978 - Lufthansaránið: Sex menn rændu um fimm milljónum dala úr flutningavél á Kennedyflugvelli í New York.
- 1981 - El Mozote-blóðbaðið í El Salvador þar sem 900 manns voru drepnir af hersveitum.
- 1981 - Lech Wałęsa var handtekinn ásamt um 1000 stuðningsmönnum Samstöðu í Póllandi.
- 1983 - Áskirkja var vígð í Reykjavík.
- 1990 - Stórréttarhöldunum gegn sikileysku mafíunni lauk í Palermó.
- 1993 - Ýmsir munir úr geimferðaáætlun Sovétríkjanna voru seldir á uppboði hjá Sotheby's í New York.
- 1993 - Eduardo Frei Ruiz-Tagle var kjörinn forseti Chile.
- 1994 - Boris Jeltsín sendi herlið til Téténíu.
- 1994 - Lítil sprengja sprakk í Philippine Airlines flugi 434 með þeim afleiðingum að japanskur athafnamaður lést. Sprengjan var í raun aðeins prufa sem íslamistinn Ramzi Yousef stóð að vegna Bojinka-aðgerðarinnar.
- 1997 - Kýótóbókunin var undirrituð.
- 2005 - Uppþotin í Cronulla í Sydney hófust.
- 2007- Mænuskaðastofnun Íslands var stofnuð.
- 2007 - Tvær bílsprengjur urðu 31 manni að bana í Algeirsborg í Alsír.
- 2008 - Fyrsta stöðuga útgáfa vafrans Google Chrome kom út.
- 2009 - Bandaríska teiknimyndin Prinsessan og froskurinn var frumsýnd.
- 2010 - Sprengingarnar í Stokkhólmi 2010: Tvær sprengjur sprungu í miðborg Stokkhólms. Aðeins tilræðismaðurinn lést.
- 2016 - 25 létust í árás á Markúsarkirkjuna í Kaíró í Egyptalandi.
- 2019 – Íbúar Bougainville-eyju kusu sjálfstæði frá Papúa Nýju-Gíneu í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1668 - Apostolo Zeno, ítalskur söngbókahöfundur (d. 1750).
- 1711 - Skúli Magnússon, landfógeti (d. 1794).
- 1803 - Hector Berlioz, franskt tónskáld (d. 1869).
- 1830 - Kamehameha 5., konungur Hawaii (d. 1872).
- 1843 - Robert Koch, þýskur örverufræðingur (d. 1910).
- 1863 - Annie Jump Cannon, bandarískur stjörnufræðingur (d. 1914).
- 1864 - Maurice Leblanc, franskur rithöfundur (d. 1941).
- 1908 - Hákun Djurhuus, færeyskur stjórnmálamaður (d. 1987).
- 1911 - Naguib Mahfouz, egypskur rithöfundur (d. 2006).
- 1918 - Aleksandr Solzhenitsyn, rússneskur rithöfundur (d. 2008).
- 1940 - Fríða Á. Sigurðardóttir, íslenskur rithöfundur (d. 2010).
- 1942 - Derek Parfit, breskur heimspekingur (d. 2017).
- 1942 - Guðrún Bjarnadóttir, íslensk fegurðardrottning og fyrirsæta.
- 1943 - John Kerry, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1947 - Auður Haralds, íslenskur rithöfundur.
- 1957 - Antonio Napolioni, ítalskur biskup.
- 1958 - Nikki Sixx, bandarískur tónlistarmaður (Mötley Crüe)
- 1966 - Göran Kropp, sænskur ævintýramaður (d. 2002).
- 1966 - Gary Dourdan, bandarískur leikari.
- 1968 - Emmanuelle Charpentier, franskur örverufræðingur, erfðafræðingur og lífefnafræðingur.
- 1969 - Viswanathan Anand, indverskur stórmeistari í skák.
- 1969 - Max Martini, bandarískur leikari.
- 1974 - Rey Mysterio, bandarískur fjölbragðaglímukappi.
- 1976 - Lárus Welding, íslenskur athafnamaður.
- 1991 - Anna Bergendahl, sænsk söngkona.
- 1992 - Gen Shoji, japanskur knattspyrnumaður.
- 1994 - Orri Sigurjónsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1996 - Hailee Steinfeld, bandarísk leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 384 - Damasus 1. páfi.
- 1198 - Averróes, spænskur heimspekingur (f. 1126).
- 1610 - Dímítríj 2. Rússakeisari.
- 1872 - Kamehameha V, Hawaiikonungur (f. 1830).
- 1938 - Christian Lous Lange, norskur sagnfræðingur (f. 1869).
- 2008 - Örn Clausen, íslenskur frjálsíþróttamaður (f. 1928).
- 2009 - Ellen Marie Magerøy, norskur listfræðingur (f. 1918).
- 2012 - Ravi Shankar, indverskur tónlistarmaður (f. 1920).
- 2013 - Regina Derieva, rússneskt skáld (f. 1949).