15. nóvember
Útlit
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
15. nóvember er 319. dagur ársins (320. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 46 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1666 - Svíþjóð og Bremen sömdu um frið sem batt enda á Annað Brimastríðið.
- 1678 - Síðasta borgin í Sænsku Pommern, Greifswald, gafst upp fyrir Brandenborgurum.
- 1859 - Ólympíuleikar Zappas voru settir í Aþenu í fyrsta sinn.
- 1884 - Berlínarráðstefnan um nýlendur í Afríku hófst.
- 1888 - Í Reykjavík var haldið upp á 25 ára valdatíma Kristjáns konungs níunda með því að kveikja á kerti í nánast hverjum glugga.
- 1907 - Lagður var hornsteinn að núverandi Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn.
- 1919 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 1920 - Fyrsti fundur Þjóðabandalagsins var haldinn í Genf í Sviss.
- 1923 - Óðaverðbólgan í Þýskalandi náði hámarki: fyrir einn Bandaríkjadal fengust 4.200.000.000.000 þýsk mörk.
- 1932 - Knattspyrnuvöllurinn Major Antônio Couto Pereira í Brasilíu var opnaður.
- 1948 - Tilraunastöðin að Keldum hóf formlega starfsemi.
- 1956 - Löndunarsamningur milli Breta og Íslendinga batt enda á fyrsta þorskastríðið.
- 1966 - Knattspyrnusamband Eyjaálfu var stofnað.
- 1966 - Mölflugumaðurinn sást í annað sinn.
- 1969 - Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson stofnuðu Samtök frjálslyndra og vinstri manna.
- 1971 - Intel setti fyrsta örgjörva heims á markað: Intel 4004.
- 1975 - Norræni fjárfestingarbankinn var stofnaður á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi.
- 1976 - Fyrsti gingapinn uppgötvaðist við eyna Oahu á Hawaii.
- 1978 - Áfengisauglýsingar voru bannaðar í Svíþjóð.
- 1978 - Flug Loftleiða LL 001: Farþegaþotan Leifur Eiríksson í eigu Loftleiða fórst í aðflugi á Colombo á Sri Lanka og fórust með henni 197 manns.
- 1983 - Norður-Kýpur lýsti yfir sjálfstæði.
- 1985 - Mikið illviðri fylgdi krappri lægð sem gekk yfir Ísland. Járnplötur fuku víða og eitt elsta tré í Reykjavík brotnaði.
- 1987 - Brașov-uppreisnin hófst í Rúmeníu.
- 1988 - Frelsissamtök Palestínu viðurkenndu tilvist Ísraels og lýsti jafnframt yfir stofnun Palestínuríkis á Vesturbakkanum.
- 1988 - Fyrsta Fairtrade-merkið var gefið út af Max Havelaar-stofnuninni í Hollandi.
- 1990 - Samþykkt var í borgarstjórn Reykjavíkur að gefa afgreiðslutíma verslana frjálsan.
- 1993 - Í Kasakstan var nýr gjaldmiðill, tenga, tekinn upp í staðinn fyrir rúblur.
- 2000 - Indverska fylkið Jharkhand var stofnað.
- 2003 - 25 létust þegar bílasprengjur sprungu við samkomuhús gyðinga í Istanbúl í Tyrklandi.
- 2008 - Búsáhaldabyltingin: Að minnsta kosti sjö þúsund manns mótmæltu við Austurvöll vegna efnahagskreppunnar.
- 2008 - Fundur 20 helstu iðnríkja heims var haldinn í Washington til að takast á við alþjóðlegu fjármálakreppuna.
- 2008 - Sómalskir sjóræningjar náðu sádíarabíska risatankskipinu Sirius Star á sitt vald.
- 2017 - Forseti Simbabve, Robert Mugabe, var settur í stofufangelsi í valdaráni hersins. Hann sagði af sér 6 dögum síðar.
- 2017 - Málverkið Salvator Mundi eftir Leonardo da Vinci seldist á uppboði fyrir 450 milljónir dala sem var nýtt met í málverkasölu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1316 - Jóhann 1. Frakkakonungur (d. 1316).
- 1397 - Tommaso Parentucelli, síðar Nikulás 5. páfi (d. 1455).
- 1498 - Elinóra af Austurríki, drottning Portúgals og síðar Frakklands (d. 1558).
- 1607 - Madeleine de Scudéry, franskur rithöfundur (d. 1701).
- 1609 - Henríetta María Englandsdrottning (d. 1669).
- 1708 - William Pitt eldri, breskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1778).
- 1738 - William Herschel, enskur stjörnufræðingur (d. 1822).
- 1784 - Jérôme Bonaparte, konungur Vestfalíu (d. 1860).
- 1837 - Philip W. Heyman, danskur athafnamaður (d. 1893).
- 1862 - Gerhart Hauptmann, þýskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1946).
- 1887 - Georgia O'Keeffe, bandarískur myndlistarmaður (d. 1986).
- 1891 - Erwin Rommel, þýskur marskálkur (d. 1944).
- 1919 - Sigríður Þóra Valgeirsdóttir, íslenskur sálfræðingur (d. 2011).
- 1923 - Herdís Þorvaldsdóttir, íslensk leikkona (d. 2013).
- 1929 - Ed Asner, bandarískur leikari (d. 2021).
- 1930 - J. G. Ballard, breskur rithöfundur (d. 2009).
- 1932 - Alvin Plantinga, bandarískur heimspekingur.
- 1935 - Mahmoud Abbas, forseti Palestínu.
- 1942 - Daniel Barenboim, argentínsk-ísraelskur píanóleikari.
- 1945 - Anni-Frid Lyngstad, sænsk söngkona.
- 1947 - Bill Richardson, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1950 - Hjálmar Árnason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1951 - Mike Mentzer, bandarískur vaxtarræktarmaður.
- 1953 - Toshio Takabayashi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1963 - Toru Sano, japanskur knattspyrnumaður.
- 1970 - Patrick M'Boma, kamerúnskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Sean Murray, bandarískur leikari.
- 1991 - Helga Margrét Þorsteinsdóttir, íslensk frjálsíþróttakona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1184 - Beatrix af Búrgund, keisaraynja, seinni kona Friðriks Barbarossa (f. 1143).
- 1280 - Albertus Magnus, þýskur heimspekingur og guðfræðingur (f. 1193).
- 1630 - Johannes Kepler, þýskur stærðfræðingur og stjörnufræðingur (f. 1571).
- 1670 - Comenius, tékkneskur rithöfundur (f. 1592).
- 1713 - Þorleifur Halldórsson, íslenskur rithöfundur (f. 1683).
- 1787 - Christoph Willibald Gluck, þýskt tónskáld (f. 1714).
- 1863 - Friðrik 7. Danakonungur (f. 1808).
- 1885 - Ásgeir Einarsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1809).
- 1908 - Cixi keisaraekkja, einvaldur í Kína (f. 1835).
- 1915 - Joe Hill, bandarískur aðgerðasinni (f. 1879).
- 1916 - Henryk Sienkiewicz, pólskur rithöfundur (f. 1846).
- 1917 - Émile Durkheim, franskur félagsfræðingur (f. 1858).
- 1948 - Matthías Einarsson, íslenskur læknir (f. 1879).
- 1958 - Tyrone Power, bandarískur leikari (f. 1914).
- 1994 - Hallvard Magerøy, norskur textafræðingur (f. 1916).
- 1997 - Ólafur K. Magnússon, íslenskur ljósmyndari (f. 1926).
- 2010 - Ángel Rubén Cabrera, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1939).