Fara í innihald

Mars (mánuður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
FebMarApr
SuÞrMiFiLa
12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31
2024
Allir dagar

Mars eða marsmánuður er þriðji mánuður ársins og er nefndur eftir Mars, rómverskum stríðsguði.

Mánaðarheitið mars er komið úr latínu. Fyrir daga Júlíusar Sesars byrjaði árið hjá Rómverjum með marsmánuði. Þá fór að vora suður þar og þótti þá hentugt að fara í stríð. Mánuðurinn var því helgaður herguðinum Mars og heitir eftir honum. Vegna þess að mars var fyrstur í röðinni innan ársins skýrast nöfn mánaðanna september, október, nóvember og desember (= sjöundi, áttundi, níundi og tíundi mánuður). Þetta er líka orsök þess að hlaupársdagur er síðasti dagur febrúar, sem þannig var síðasti dagur ársins, sem verður að teljast eðlilegur staður fyrir innskotsdag.

Veðurfar á Íslandi í mars

[breyta | breyta frumkóða]

Reykjavík

  • Meðalhiti 2,9°C
  • Úrkoma 59,3mm
  • Sólskinsstundir 140,0

Akureyri

  • Meðalhiti -1,3 °C
  • Úrkoma 43,3mm
  • Sólskinsstundir 77,0

Æðey (Ísafjarðardjúpi)

  • Meðalhiti -1,9 °C
  • Úrkoma 46,1mm
  • Sólskinsstundir NA

Dalatangi (Austfjörðum)

  • Meðalhiti 0,1 °C
  • Úrkoma 116,0mm
  • Sólskinsstundir NA

Stórhöfði (Vestmannaeyjum)

  • Meðalhiti 1,7 °C
  • Úrkoma 141,4mm
  • Sólskinsstundir NA