3. desember
Útlit
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
3. desember er 337. dagur ársins (338. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 28 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1481 - Einar Björnsson jungkæri náði Bjarna Þórarinssyni góða manni á sitt vald á Brjánslæk á Barðaströnd og tók hann af lífi.
- 1533 - Ívan grimmi tók við stórfurstadæminu í Moskvu eftir lát föður síns, Vassilíj 3. Hann var þá þriggja ára.
- 1804 - Thomas Jefferson var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
- 1818 - Illinois varð 21. fylki Bandaríkjanna.
- 1825 - Tasmanía varð sjálfstæð nýlenda Breta.
- 1828 - Andrew Jackson var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
- 1857 - Á Kollsvík við Patreksfjörð fórust kona og tvö börn er hvirfilbylur skall á bæjarhúsum og braut þau niður.
- 1887 - Marie François Sadi Carnot varð forseti Frakklands.
- 1906 - Knattspyrnufélagið Torino F.C. var stofnað á Ítalíu.
- 1916 - Íþróttafélagið Skallagrímur var stofnað í Borgarnesi.
- 1967 - Læknirinn Christiaan Barnard framkvæmdi fyrstu hjartaígræðsluna í Höfðaborg í Suður-Afríku.
- 1970 - Front de libération du Québec leystu James Cross úr haldi eftir sextíu daga í skiptum fyrir far fimm skæruliða til Kúbu.
- 1970 - Burgos-réttarhöldin yfir sextán liðsmönnum ETA hófust í Burgos á Spáni.
- 1970 - Verslunarmiðstöðin Glæsibær var tekin í notkun í Reykjavík. Meðal annars var þar stærsta matvöruverslun landsins á þessum tíma, verslun Silla og Valda.
- 1971 - Stríð Indlands og Pakistan 1971 hófst með árás Pakistana á níu indverska flugvelli. Næsta dag réðist Indland inn í Austur-Pakistan.
- 1973 - Pioneer-verkefnið: Pioneer 10 sendi fyrstu nærmyndirnar af Júpíter til jarðar.
- 1976 - Bob Marley varð fyrir skoti í morðtilraun í Kingston á Jamaíka.
- 1984 - Bhopal-slysið olli dauða um 8000 manns á Indlandi.
- 1990 - Miðneshreppur fékk kaupstaðaréttindi og nefndist þá Sandgerðisbær.
- 1992 - 794. ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að senda friðargæslulið til Sómalíu var samþykkt einróma.
- 1992 - Gríska olíuskipið Aegean Sea strandaði við La Coruña á Spáni og um 70.000 tonn af hráolíu láku í sjóinn.
- 1994- Sony kynnti 32-bita leikjatölvuna PlayStation í Japan.
- 1995 - Verkföll lömuðu opinbera geirann í Frakklandi.
- 1997 - Fulltrúar 121 lands undirrituðu samning um bann við notkun jarðsprengja í Ottawa í Kanada. Bandaríkin, Rússland, Alþýðulýðveldið Kína, Suður-Kórea og 32 önnur lönd ákváðu að standa utan samningsins.
- 1999 - NASA missti samband við Mars Polar Lander áður en hann fór inn í lofthjúp Mars.
- 1999 - Tori Murden varð fyrst kvenna til að róa yfir Atlantshafið þegar hún kom í land á Gvadelúp eftir 81 daga ferð frá Kanaríeyjum.
- 2004 - Appelsínugula byltingin: Hæstiréttur Úkraínu ógilti forsetakosningarnar vegna kosningasvindls.
- 2005 - Lestarslys varð við Kárahnjúkavirkjun þegar tvær farþegalestar skullu saman með þeim afleiðingum að tveir verkamenn slösuðust.
- 2007 - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst á Balí.
- 2014 - Japanska geimferðastofnunin JAXA sendi ómannaða geimfarið Hayabusa2 til loftsteinsins 162173 Ryugu.
- 2018 - Geimkönnunarfarið OSIRIS-REx náði loftsteininum Bennu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1368 - Karl 6. Frakkakonungur (d. 1422).
- 1641 - Konrad Samuel Schurzfleisch, þýskur sagnfræðingur (d. 1708).
- 1684 - Ludvig Holberg, danskur rithöfundur og leikskáld (d. 1754).
- 1737 - Pierre Ozanne, franskur myndlistarmaður (d. 1813).
- 1800 - France Prešeren, slóvenskt ljóðskáld (d. 1849).
- 1857 - Joseph Conrad, breskur rithöfundur (d. 1924).
- 1863 - Thor Jensen, danskur athafnamaður (d. 1947).
- 1879 - Jens Eyjólfsson, íslenskur bygginameistari (d. 1959).
- 1921 - Geoffrey Kirk, breskur fornfræðingur (d. 2003).
- 1924 - John Backus, bandarískur tölvunarfræðingur (d. 2007).
- 1936 - Saburo Kawabuchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1942 - Pedro Rocha, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 2013).
- 1943 - Kiyoshi Tomizawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1945 - Božidar Dimitrov, búlgarskur stjórnmálamaður og ráðherra (d. 2018).
- 1948 - Ozzy Osbourne, breskur rokksöngvari.
- 1948 - Ari Trausti Guðmundsson, íslenskur jarðfræðingur.
- 1956 - Ewa Kopacz, polsk stjornmalakona.
- 1960 - Julianne Moore, bandarísk leikkona.
- 1966 - Ólöf Nordal, íslenskur stjórmálamaður.
- 1970 - Fikret Alomerović, makedónskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Jenna Dewan, bandarísk leikkona.
- 1981 - David Villa, spænskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Liza Lapira, bandarísk leikkona.
- 1990 - Takuji Yonemoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1998 - Elísabet Hulda Snorradóttir, íslensk fegurðardrottning.
- 2005 - Sverrir Magnús Noregsprins.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 312 - Diocletianus, Rómarkeisari (f. 244).
- 1154 - Anastasíus 4. páfi.
- 1592 - Alexander Farnese, hertogi af Parma (f. 1545).
- 1641 - Oddur Stefánsson, skólameistari í Skálholtsskóla.
- 1739 - Steinn Jónsson Hólabiskup lést 79 ára gamall. Hann gaf út biblíu sem við hann er kennd.
- 1745 - Eyjólfur Jónsson, annálaritari og prestur á Völlum í Svarfaðardal (f. 1670).
- 1839 - Friðrik 6. Danakonungur, konungur Danmerkur frá 1808 og Noregs frá 1808 til 1814 (f. 1768).
- 1894 - Robert Louis Stevenson, skoskur rithöfundur (f. 1850).
- 1919 - Pierre-Auguste Renoir, franskur myndhöggvari (f. 1841).
- 1935 - Milman Parry, bandarískur fornfræðingur (f. 1902).
- 1979 - Jörundur Brynjólfsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1884).