1939
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1939 (MCMXXXIX í rómverskum tölum)
Ísland
[breyta | breyta frumkóða]- 17. janúar - Landssamband íslenskra útvegsmanna var stofnað.
- 17. apríl - Þriðja ráðuneyti Hermanns Jónassonar tók til starfa.
- 17. maí - Stangveiðifélag Reykjavíkur var stofnað.
- 22. júní - 30,5 gráður mældust á Teigarhorn við Berufjörð sem var hitamet.
- Júlí - Þýskir kafbátar komu við í Reykjavík. [1]
- 19. ágúst - Blindrafélagið var stofnað.
- 17. nóvember - SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu var stofnað.
- Eftirgrennslanadeild, leyniþjónusta innan lögreglunnar var stofnuð.
- Úrvalsdeild karla í handknattleik var stofnuð.
- Ungmennafélagið Austri var stofnað.
- Námsflokkar Reykjavíkur hófu kennslu.
Fædd
- 21. febrúar - Jón Baldvin Hannibalsson, stjórnmálamaður.
- 8. október - Albína Thordarson, arkitekt.
- 14. nóvember - Andri Ísaksson, prófessor í uppeldisfræði.
- 2. desember - Soffía Jakobsdóttir, leikkona.
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 5. janúar - Flugkonan Amelia Earhart var úrskurðuð látin , 18 mánuðum eftir hvarf hennar.
- 15. janúar - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1939 hófst.
- 24. janúar - Chillán-jarðskjálftinn í Chile, 30.000 létust.
- 26. janúar - Spænska borgarastyrjöldin: Fasistar með hjálp Ítala ná yfirráðum yfir Barselóna.
- 2. mars - Píus 12. varð páfi.
- 15. mars - Þjóðverjar náðu yfirráðum yfir allri Tékkóslóvakíu, héruðunum Bóhemíu og Móravíu.
- 28. mars - Francisco Franco náði völdum á Spáni.
- 7. apríl - Ítalía réðst inn í Albaníu. Zog Albaníukonungur flúði til Grikklands.
- 24. júní - Heiti landsins Síams var breytt Taíland (frjálst land).
- 14. apríl - Skáldsagan Þrúgur reiðinnar kom út. Hún fjallar um bandaríska fjölskyldu sem flosnar upp af jörð sinni í heimskreppunni vegna uppskerubrests og sandstorma eftir þurrkatíma á Dust Bowl-svæðinu.
- Maí - Leðurblökumaðurinn kom fyrst út í myndasögu.
- 23. ágúst - Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn: Griðasáttmáli var gerður milli Þjóðverja og Sovétmanna og viðurkenning á áhrifasvæðum landanna.
- 1. september - Þjóðverjar réðust inn í Pólland.
- 17. september - Sovétríkin réðust inn í austur-Pólland.
- 30. nóvember - Vetrarstríðið: Sovétríkin réðust á Finnland.
- 15. desember - Kvikmyndin á Á hverfanda hveli var frumsýnd.
- Kvikmyndahátíðin í Cannes fór fyrst fram.
- Fólkaflokkurinn í Færeyjum var stofnaður.
Fædd
- 1. janúar - Myles Burnyeat, enskur fornfræðingur og heimspekingur (d. 2019).
- 7. apríl - Francis Ford Coppola, bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
- 20. apríl - Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs.
- 15. júlí - Aníbal Cavaco Silva, fyrrum forseti Portúgals.
- 18. september - Jorge Sampaio, fyrrum forseti Portúgals (d. 2021).
- 9. október - Ángel Rubén Cabrera, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 2010).
- 27. október - John Cleese, breskur leikari.
- 18. nóvember - Margaret Atwood, kanadískur rithöfundur.
Dáin
- Eðlisfræði - Ernest Orlando Lawrence
- Efnafræði - Adolf Friedrich Johann Butenandt, Leopold Ruzicka
- Læknisfræði - Gerhard Domagk
- Bókmenntir - Frans Eemil Sillanpää
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Af hverju hernámu Bretar Ísland? Vísindavefurinn