1822
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1822 (MDCCCXXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Kennsla í reikningslist aukin í Bessastaðaskóla og fjórða kennaranum bætt við.
- Jón Þorláksson Kærnested hóf sundkennslu í Steinsstaðalaug í Skagafirði.
- Eldgos stóð yfir í Eyjafjallajökli.
Fædd
- 18. mars - Eiríkur Jónsson, fræðimaður og ritstjóri í Kaupmannahöfn (d. 1889).
- 18. ágúst - Bogi Thorarensen, sýslumaður og settur amtmaður í Vesturamti (d. 1867).
- 5. nóvember - Jón Þorkelsson, rektor Lærða skólans (d. 1904).
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 31. mars - Gríska sjálfstæðisstríðið: Um 20.000 Grikkir voru drepnir af sveitum Ottómana.
- 7. september - Brasilía lýsti yfir sjálfstæði.
- Þeldökkir Bandaríkjamenn stofnuðu nýlendu í Vestur-Afríku, sem varð ríkið Líbería.
- 8. október - Galunggung-eldfjallið gaus á Jövu í Indónesíu, 4000 létust.
- 1. desember - Pedro 1. varð keisari Brasilíu.
- Jacob Grimm, þýskur málfræðingur gaf út Deutsche Grammatik þar sem hann fór yfir breytingar sem urðu til frumgermansks málstigs.
- Kaffibanni var aflétt í Svíþjóð.
Fædd
- 2. janúar - Rudolf Clausius, þýskur eðlis- og stærðfræðingur (d. 1888).
- 16. febrúar - Francis Galton, breskur vísindamaður (d. 1911).
- 27. apríl - Ulysses S. Grant, bandarískur hershöfðingi og 18. forseti Bandaríkjanna (d. 1885).
- 4. október - Rutherford B. Hayes, bandarískur stjórnmálamaður og 19. forseti Bandaríkjanna (d. 1893).
- 27. desember - Louis Pasteur, franskur efnafræðingur og örverufræðingur (d. 1895).
- Harriet Tubman (um 1822 – 10. mars 1913) einnig þekkt sem „Móses“ var bandarísk blökkukona sem barðist fyrir afnámi þrælahalds (d. 1913).
Dáin
- 25. ágúst - William Herschel, enskur stjörnufræðingur af þýskum ættum, sem uppgötvaði Úranus (f. 1738).