Fara í innihald

Kraftur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Krafti er oft lýst sem því að ýta á eða toga í hlut.

Kraftur í sígildri eðlisfræði eru áhrif sem valda hröðun lausra hluta. Er vigurstærð. Nettókrafturinn sem verkar á tiltekinn hlut getur verið summa margra einstakra krafta sem verka á hlutinn. SI-mælieining er njúton, táknuð með N.

Lögmál Newtons fjalla um krafta og áhrif þeirra á hluti. Annað lögmál Newtons skilgreinir kraft, sem fyrstu afleiðu skriðþunga:

þar sem F er kraftvigur, m massi, v hraði og t tími.

Ef massi og hröðun hlutar eru þekkt er algengast að reikna kraftinn, sem á hann verkar með:

F = m a,

þar sem a er hröðunin.

Kraftur, sem verkar utan massamiðju hlutar myndar snúningsvægi, sem hefur tilheygingu til að snúa hlutunum um s.n. snúningsás.

Í nútíma eðlisfræði er oftast talað um kraft sem víxlverkun einda með tilstuðlan annarra einda. T.d. er kjarnakrafturinn leiddur á milli kjarneinda með tilstuðlan miðeinda, rafsegulkrafturinn á milli hlaðinna agna að tilstuðlan ljóseinda og því vilja sumir eðlisfræðingar halda því fram að til séu svokallaða þungeindir sem eiga að leiða þyngdarkraftinn.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.