Fara í innihald

Stórþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Abies grandis

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. grandis

Tvínefni
Abies grandis
(Douglas ex D. Don) Lindley
Natáttúruleg útbreiðsla Abies grandis subsp. grandis, grænt og subsp. idahoensis blátt
Natáttúruleg útbreiðsla Abies grandis subsp. grandis, grænt og subsp. idahoensis blátt

Stórþinur (Abies grandis) er þintegund ættuð frá "Pacific Northwest" og norður Kaliforníu Norður Ameríku, frá sjávarmáli upp í 1800 metra hæð. Hann er mikilvægur hluti vistsvæðis döglings/risaþins í Fossafjöllum.

Hann verður yfirleitt um 40 til 70 metra hár. Það eru tvö afbrigði, það stærra (coast grand fir), finnst vestur af Fossafjöllum (Cascade Mountains), og það lægra (interior grand fir), er aðallega austur af Fossafjöllum. Honum var fyrst lýst 1831 af David Douglas[2] sem safnaði eintökum meðfram Columbia-fljóti í "Pacific Northwest".[2]

Hann er náskyldur hvítþini. Börkurinn hefur verið notaður í lyf, og er vinsæll í Bandaríkjunum sem jólatré. Viðurinn flokkast sem "softwood", og hann kallast í timbursölu "hem fir". Hann er notaður í pappírsframleiðslu, sem og í byggingar; stoðir og gólf, þar sem hann er æskilegur vegna þess hvað hann klofnar og springur lítið.

Barr að neðan
Að ofan

Abies grandis er stórt sígrænt tré að 40 til 70 metra hátt (í undantekningar tilfellum 100 m.) og með stofnþvermál að 2 metrum. Barrið er nálarlaga, flatt, 3 til 6 sm langt, 2 mm breitt og 0.5 mm þykkt, gljáandi dökkgrænt að ofan, og með tvær grænhvítar loftaugarásir að neðan, og aðeins sýlt í endann. Barrið liggur í spíral eftir sprotanum, en með hvert breytilega undið svo þau liggja meir eða minna flatt út frá sprotanum. Könglarnir eru 6 til 12 sm langir og 3.5 til 4.5 sm breiðir, með um 100 til 150 köngulskeljum; hreisturblöðkurnar eru stuttar og faldar í lokuðum könglinum.

Mismunandi lengd á barrinu, en allt flatt út frá sprotunum, er hentugt til greiningar á þessari tegund. Vængjuð fræin losna þegar könglarnir sundrast við þroska um 6 mánuðum eftir frjóvgun.[3]

Gamall lundur í innlandi Oregon

Það eru tvö afbrigði, hugsanlega undirtegundir þó að þau séu ekki enn tilkynnt sem slík:

  • Abies grandis var. grandis. Coast grand fir. Strandskógar á láglendi, frá sjávarmáli til 900 m. yfir sjó, frá Vancouver-eyju og strandsvæðum Bresku Kólumbíu, Kanada, suður til Sonoma sýslu, Kaliforníu, Bandaríkjunum. Stórt, mjög hraðvaxandi tré að 70 m hátt. Barrið er frekar flatt á öllum sprotum. Könglarnir aðeins mjórri (yfirleitt minna en 4 sm breiðir), með þynnri, tiltölulega sveigjanlegum köngulskeljum. Þolir vetrarhita að -25° til -30°C; vöxtur á góðum stöðum getur náð yfir 1.5 m á ári á meðan trén eru ung.[3]
  • Abies grandis var. idahoensis. Interior grand fir. Innlandsskógar í (600-) 900- 1800 metra hæð, á austurhlíðum Fossafjalla í Washington og norður Oregon og í Klettafjöllum frá suðaustur Bresku Kólumbíu suður til mið Idaho, norðaustur Oregon og vestur Montana. Smærra, seinvaxnara tré, að 40 til 45m hátt. Barrið er ekki flatt á öllum sprotum, og oft stendur það upp af honum, sérstaklega ofantil í krónu. Könglarnir eru nokkuð gildari (yfirleitt yfir 4 sm breiðir), með þykkari, viðarkenndari köngulskeljum. Þolir frost niður að -40°C; vöxtur á góðum stöðum fer ekki yfir 0.6 m á ári, jafnvel á ungum trjám.

Stórþinur er náskyldur hvítþini, sérstaklega er innlandsafbrigðið idahoensis líkt vestrænum afbrigðum hvítþins frá vestur Oregon og Kaliforníu, og renna þau saman þar sem þau mætast í Fossafjöllunum í mið Oregon.

Innri börkur stórþins var notaður af sumum ættbálkum sléttiíndíána í meðferð á kvefi og hita.[4] Barrið er með þægilegan sítrusilm, og er stundum notað í jólaskreytingar í Bandaríkjunum, og er tréð líka notað sem jólatré.

Stundum er honum plantað sem prýðistré í stórum almenningsgörðum.

Timbrið er kvoðulaust og fíngert. Í Norður Amerískum timburiðnaði er það oft kallað "hem fir", en "hem fir" er nær yfir áþekkar gerðir af timbri (ekki endilega skyldar tegundir), svo sem: Abies magnifica, Abies nobilis, Abies amabilis, Abies concolor, og Tsuga heterophylla. Það gengur líka undir nafninu "white fir" timbur, en það er regnhlífarheiti yfir: Abies amabilis, Abies concolor, og Abies magnifica.

Sem "hem fir", er bolurinn á stórþini áþekkur dögling, lerki, greni og furu að styrkleika. Að undanteknum döglingi og lerki, er "hem fir" stífni ("modulus of elasticity value" eða MOE eða E) gólfefnum meiri en í flestum öðrum tegundasamsetningum. Margir smiðir kjósa "hem fir" fram yfir aðrar tegundir vegna getu til að halda nöglum og skrúfum án þess að springa, auk þess að flísast lítið við sögun.[5]

Þverskurður af stofni
  1. Farjon, A. (2013). Abies grandis. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013: e.T42284A2969709. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42284A2969709.en. Sótt 12. nóvember 2021.
  2. 2,0 2,1 (PDF) http://www.spi-ind.com/html/documents/brochure-WhiteFirFacts.pdf. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  3. 3,0 3,1 Conifer Specialist Group (1998). „Abies grandis“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 12. maí 2006.
  4. Hunn, Eugene S. (1990). Nch'i-Wana, "The Big River": Mid-Columbia Indians and Their Land. University of Washington Press. bls. 351. ISBN 0-295-97119-3.
  5. „Hem-Fir species group“. Western Woods Products Association. mars 1997. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. júlí 2012. Sótt 10. júlí 2012.


Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.