Perseifur (stjörnumerki)
Útlit
(Endurbeint frá Perseus (stjörnumerki))
Perseifur er stjörnumerki á norðurhimninum sem heitir eftir grísku hetjunni Perseifi. Það er eitt af 48 stjörnumerkjum sem Kládíos Ptólemajos lýsti á 2. öld og er í námunda við önnur stjörnumerki sem líka bera heiti úr grískum goðsögum. Vetrarbrautarsléttan liggur í gegnum stjörnumerkið.
Bjartasta stjarna stjörnumerkisins er Mirfak (Alfa Persei), reginrisi með birtustigið 1,79. Þekktasta stjarnan er Algol (Beta Persei), myrkvastirni sem er mjög breytilegt og sýnilegt með berum augum og hefur þannig verið tengt við spádóma.