Sextantinn
Útlit
(Endurbeint frá Sextans)
Sextantinn (latína: Sextans) er lítið stjörnumerki við miðbaug himins sem Johannes Hevelius lýsti árið 1687. Nafnið er dregið af sextantinum sem Hevelius notaði við mælingar sínar. Merkið nær yfir lítið og fremur dimmt svæði á himninum. Aðeins ein stjarna nær yfir 5 í sýndarbirtustig.