Hornmátið
Útlit

Hornmátið (latína: Norma) er fremur dauft stjörnumerki á suðuhimni. Stjörnumerkið er eitt þeirra sem Nicolas Louis de Lacaille skilgreindi eftir athuganir sínar á Góðrarvonarhöfða um miðja 18. öld. Upphaflega nefndi hann það l'Equerre et la regle („vinkillinn og reglustikan“) en síðar fékk það latneska heitið Norma eða hornmátið.