Fara í innihald

Beaufort-haf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blái liturinn sýnir Beauforthafið

Beauforthafið er hafsvæði í Norður-Íshafi norðan við Alaska og Norðvestur-Kanada.

Hafsvæðið er um 80 000 km² að flatarmáli og mesta dýpt er 4.683 metrar. Beauforthaf er ísi þakið allt árið að undanteknum mánuðunum ágúst og september þegar 50 til 100 km breið rák næst landi opnast. Hafsvæðið er nefnt eftir breska aðmírálnum Sir Francis Beaufort. Á hafsbotninum fannst olía og gas upp úr 1960 en fyrstu tilraunaboranir fóru fram 1986.

Bandaríkin og Kanada deila enn um hvar draga eigi mörk milli landanna á hafsvæðinu.

Mackenziefljótið og mörg minni fljót renna út í Beauforthaf en í því er mjög auðugt dýralíf, fiskar, fuglar, selir og hvalir. Þar er meðal annars mikið af mjaldri.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.