Fara í innihald

Aðfella

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
teiknað á Kartesíusarhnitakerfinu. X- og y-ásarnir eru aðfellurnar.

Aðfella[1][2][3] (sjaldnar ósnertill)[2][3] er bein lína, sem er þannig að fjarlægð ferilsins og aðfellunnar verður sífellt minni því lengra sem farið er eftir ferlinum frá einhverjum punkti á honum og má þá segja að ferillinn „halli sér“ stöðugt betur að aðfellunni þegar farið er fjær punktinum.

Til eru þrjár tegundir aðfellna fyrir ferla með föll y = f(x): lóðfella, lóðrétt aðfella þar sem fallið vaxi óendanlega mikið við lóðfelluna; láfella, lárétt aðfella sem ferillinn nálgast þegar x nálgast +∞ eða −∞ og skáfella, þar sem aðfellan er hvorki samhliða x- né y-ásnum.

Ferill sem sker aðfellu sína, jafnvel óendanlega oft.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Orðið „Aðfella“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar úr orðasafninu „Hagfræði“:
  2. 2,0 2,1 Orðið „Aðfella“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar úr orðasafninu „Uppeldis- og sálarfræði“:
  3. 3,0 3,1 Orðið „Aðfella“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar úr orðasafninu „Læknisfræði“: