Safn

Safn er stofnun eða staður sem velur, rannsakar og hefur til sýnis efnisleg og óefnisleg ummerki mannsins og umhverfi hans. Starfssemin miðar að söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum, sýningum og annarri miðlun.[1]
Skipulag og starfsemi safna hefur í gegnum aldirnar tekið ýmsum breytingum. Viðfangsefni þeirra eru mjög fjölbreytt, markmið þeirra einnig, sem og með hvaða hætti þau starfa og hvernig þeim er stjórnað. Mörg þjóðríki hafa skilgreint hvað safn er, í lagasetningum eða með stofnanalegu fyrirkomulagi.
Á Íslandi hefur hugtakið safn í almennri orðanotkun verið notað í víðtækari merkingu. Safnalög frá árinu 2011 ná til opinberra viðurkenndra safna ef frá eru talin bóka- og skjalasöfn enda gilda um þau ákvæði annarra laga. Söfn samkvæmt safnalögum eru taldar varanlegar stofnanir sem starfa í þágu almennings, eru opnar almenningi og ekki reknar í hagnaðarskyni.[2]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Safnaráð. „Skilgreiningar“. Sótt 13. mars 2021.
- ↑ Safnaráð. „Skilgreiningar“. Sótt 13. mars 2021.