Fara í innihald

Rikksjó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Japanskur handdreginn léttivagn (rikksjó) árið1897
(myndband) Léttivagnar (rikksjó) fyrir ferðamenn í Asakusa í Japan (2015).
Rikkjó sem er eins konar hjól var kynnt á heimsýningunni 1889
Rafknúnir og yfirbyggðir rikkskjóar

Rikksjó (á ensku rickshaw) er tvíhjóla léttivagn sem dreginn er af manni. Í léttivagninum er sæti fyrir einn eða fleiri farþega. Oftast er hönnun rikksjó þannig að milli tveggja stórra hjóla er sæti með skemil og tvær langar stangir vísa fram. Sá sem dregur rikksjó heldur í stangirnar og togar léttivagninn áfram um leið og hann gengur eða hleypur. Síðustu ár hafa rafknúnir léttavagnar komið fram sem farartæki í borgum.

Rikkjó komu fyrst fram í indverskum borgum 1880 og urðu vinsæl farartæki yfirstéttar og tæki til að flytja vörur innan þéttbýlla borga. Rikksjóar voru bannaðir í Kína þegar Maó komst þar til valda þar sem þeir þóttu tákn um arðrán og kúgun yfirstéttar. Árið 1929 komu komu hjólarikkjóar (hjólataxar) fyrst fram í Singapúr en notkun þeirra breiddist út og þeir urðu svo útbreiddir í Indlandi að um 1950 voru fleiri hjólaríkksjóar þar í notkun en þeir sem voru dregnir áfram af handafli. Rikksjóar eru mjög algengir í borgum í Bangladesh og Indlandi og þá sérstaklega í borginni Dhaka og er rekstur þeirra og smíði mikilvæg atvinnugrein.[1][2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Chandran, Nisha; Brahmachari, Samir Kumar (2015-12). „Technology, knowledge and markets: connecting the dots—electric rickshaw in India as a case study“. Journal of Frugal Innovation (enska). 1 (1): 3. doi:10.1186/s40669-015-0003-5. ISSN 2197-7917.
  2. HYRAPIET, S., & GREINER, A. (2012). CALCUTTA'S HAND-PULLED RICKSHAWS: CULTURAL POLITICS AND PLACE MAKING IN A GLOBALIZING CITY. Geographical Review, 102(4), 407-426. Retrieved May 14, 2020, from www.jstor.org/stable/41709204