Fara í innihald

Rauðrófa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauðrófa

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Hjartagrasbálkur (Caryophyllales)
Ætt: Amaranthaceae
Ættkvísl: Beta
Tegund:
B. vulgaris

Rauðrófa eða rauðbeða (fræðiheiti: beta vulgaris ssp. vulgaris v. conditiva (v. rubra)) er rótargrænmeti, rautt á lit. Rauðrófa er náskyld sykurrófu og beðju. Hún er tvíær, fyrra árið myndast rótarávöxtur en seinna árið myndast fræ.

Rauðrófa er núna nytjaplanta sem vex hvergi villt en fyrr á öldum þá var villt afbrigði strandrófu notað sem lækningajurt en það óx villt meðfram ströndum í Evrópu. Villta afbrigðið myndaði ekki forðarót. Fyrsta afbrigðið af rauðbeðu sem líkist nútíma rauðbeðu er er afbrigði af rómverskri rófu (beta romana) sem fjallað er um árið 1587 í bókinni Historia Generalis Plantarum. Rómverska afbrigðið barst til Þýskalands árið 1558 og barst þaðan endurbætt til fleiri ríkja. Í mið- og Austur-Evrópu varð rauðrófa mikilvægt grænmeti og uppistaða í súpu eins og borsjtj og í Skandinavíu var rauðrófa notuð í síldarsalat og rauðbeðusalat. Hún var síðar þróuð í fóðurrófu og sykurrófu og fyrsta sykurrófuverksmiðjan var stofnsett árið 1802 í Slesíu.

Rauðrófur hafa fremur hátt sykurmagn (sykur er um 9 g á hver 100 g). Rauðrófur innihalda litarefnið betanin. Það er unnið úr rauðrófum sem rautt litarefni með númerið E-162. Rauðbeður má borða hráar (t.d. rifnar í salat), niðursoðnar eða heilar eða ofnbakaðar.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.