Nærsýni
Útlit



Nærsýni (fræðiheiti: myopia) er augnkvilli sem lýsir sér þannig að fólk sér vel nærri sér en síður það sem fjær er. Nærsýni er oftast vegna þess augað er of langt (líkt og egg á hlið) en getur líka stafað af því að hornhimnan er of kúpt. Orsakafræði nærsýni er talin vera arfgeng og af völdum slæmra erfða. Ekki hefur verið sýnt fram á neinn umhverfisþátt sem neinu nemur.