Menntagyðjur
Útlit

Menntagyðjurnar eða sönggyðjurnar (oft einnig nefndar músur) voru níu í grískri goðafræði. Þær voru verndargyðjur söngs, lista og vísinda:
- Kallíópa er gyðja kveðskapar og hetjuljóða.
- Klíó er gyðja sögu.
- Evterpa er gyðja hljóðpípuleiks.
- Þalía er gyðja gamanleikja.
- Melpómena er gyðja harmleikja.
- Terpískora er gyðja dans og kórsöngs.
- Erató er gyðja ástarljóða og leiklistar.
- Pólýhymnía er gyðja helgra lofsöngva.
- Úranía er gyðja stjörnufræði.
Verndari menntagyðjanna og söngstjóri þeirra er Apollon, þess vegna nefndur Músagetes.