Fara í innihald

Latte

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Latte

Latte eða caffè latte er kaffidrykkur búinn til með því að hella flóaðri mjólk yfir lögun af espresso. Hlutfallið milli mjólkur og kaffis er venjulega um 5:1, þannig að caffé latte hefur miklu meiri mjólk en cappuccino þótt stundum sé þessu ruglað saman.

Nafnið kemur úr ítölsku en „caffè latte“ þýðir „mjólkurkaffi“, styttingin „latte“ varð algeng í Bandaríkjunum um 1985. Venjan er að bera caffé latte fram í háu og mjóu glasi og teskeið með löngu handfangi í. Á kaffihúsum er mjólkin yfirleitt flóuð með heitri gufu úr espressóvélinni, rétt eins og þegar mjólkurfroða er búin til og stundum endar dálítil mjólkurfroða efst.

Athugið að ef beðið er um „latte“ á Ítalíu færir þjónninn manni nær örugglega mjólkurglas.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.