Fara í innihald

Ketill Þorsteinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ketill Þorsteinsson (latína Ketillus Thorsteini filius,[1] 1075–7. júlí 1145) var biskup á Hólum frá 1122 til dauðadags, 1145, eða í 23 ár.

Faðir Ketils var Þorsteinn Eyjólfsson (Guðmundssonar ríka á Möðruvöllum í Eyjafirði). Móðir ókunn. Ketill fæddist um 1075, og hefur líklega alist upp á Möðruvöllum. Síðar tók hann við staðarforráðum þar og varð með mestu höfðingjum norðanlands. Hann mun hafa verið með í ráðum þegar biskupsstóll var settur á Hólum 1106.

Ketill var kjörinn biskup eftir Jón Ögmundsson og var vígður af Össuri erkibiskupi í Lundi 12. febrúar 1122. Þingeyraklaustur var formlega stofnað 1133, í biskupstíð Ketils, þó að hugsanlegt sé að þar hafi verið vísir að klaustri fyrir. Ketill var vinsæll maður og virtur og hefur haft menningarlegan metnað. Í formála Íslendingabókar segist Ari fróði hafa gert hana fyrir biskupana, Ketil Þorsteinsson og Þorlák Runólfsson, og þeir lesið hana yfir og sett fram tillögur um breytingar og viðauka. Kristinréttur hinn forni eða Kristinréttur eldri var settur í tíð þessara sömu biskupa, 1122-1133, og er hann stundum kenndur við þá. Össur erkibiskup átti nokkurn þátt í að ráðist var í að semja og lögtaka kristinréttinn. Ketill andaðist að Laugarási í Biskupstungum 7. júlí 1145, þar sem hann var staddur í tilefni af samkomu í Skálholti.

Kona Ketils var Gróa Gissurardóttir, dóttir Gissurar Ísleifssonar Skálholtsbiskups, og því af ætt Haukdæla. Sonur þeirra var:

  • Runólfur Ketilsson prestur.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Historia ecclesiastica Islandiæ eftir Finn Jónsson
  • Páll Eggert Ólason: Íslenskar æviskrár III.
  • Sigurður Líndal (ritstj.): Saga Íslands II, 64, 68, 91 og 212.


Fyrirrennari:
Jón Ögmundsson
Hólabiskup
(11221145)
Eftirmaður:
Björn Gilsson