Gísli Rafn Ólafsson
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||
| |||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||
Fæddur | 20. mars 1969 Reykjavík | ||||||
Stjórnmálaflokkur | Píratar | ||||||
Maki | Sonja Dögg Dawson Pétursdóttir | ||||||
Börn | 5 | ||||||
Menntun | tölvunarfræði og efnafræði diplóma í þróunarfræði | ||||||
Háskóli | Kaupmannahafnarháskóli Háskóli Íslands | ||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Gísli Rafn Ólafsson (f. 20. mars 1969) er íslenskur stjórnmálamaður. Gísli var fyrst kjörinn á Alþingi fyrir Pírata.
Menntun og fyrri störf
[breyta | breyta frumkóða]Gísli Rafn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1989 og B.Sc. prófi í tölvunar- og efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1994. Hann hefur einnig lokið diplómanámi í þróunarfræðum frá Háskóla Íslands 2017.
Gísli Rafn starfaði sem forritari í hlutastarfi hjá Axel Hugbúnaði 1984–1991 og sem forritari hjá Rank Xerox 1993–1994. Gísli Rafn starfaði einnig sem forritari hjá Taugagreiningu 1994–1996 og sem verkefnastjóri hjá Medtronic 1996–1998. Á árunum 1998-2001 starfaði Gísli Rafn sem yfirverkefnastjóri hjá Microsoft og síðar sem tæknilegur ráðgjafi hjá IMG Capacent 2001–2002. Gísli stofnaði og rak ráðgjafafyrirtækið Griðland ehf. 2002–2003 en starfaði einnig sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík 2001–2004. Frá 2003-2007 starfaði Gísli Rafn sem sölu- og markaðsstjóri hjá Microsoft á Íslandi og gerðist síðan ráðgjafi ríkisstjórna og alþjóðastofnana í stafrænni umbyltingu hjá alþjóðadeild Microsoft 2007–2010. Frá 2010-2015 var Gísli Rafn yfirmaður neyðarmála (e: Emergency Director) hjá NetHope, regnhlífarsamtökum 60 stærstu hjálparstofnana heims. Gísli Rafn starfaði sem tæknistjóri (e: CTO) hjá fjárfestingabankanum Beringer Finance 2015–2018 og sem ráðgjafi mannúðarmála hjá NetHope 2019. Gísli Rafn starfaði frá 2019-2021 sem tæknistjóri (e:CTO) hjá hjálparsamtökunum One Acre Fund[1].
Stjórnmálaferill
[breyta | breyta frumkóða]Gísli Rafn hóf stjórnmálaferil sinn í Pírötum í ársbyrjun 2021[2]. Hann tók annað sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningum það sama ár[3]. Hann var kjörinn þingmaður í Alþingiskosningunum 2021[4].
Gísli Rafn hefur átt sæti sem 1. varaformaður í Atvinnuveganefnd síðan 2021 og sem áheyrnarfulltrúi í Utanríkismálanefnd frá 2021[1].
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Gísli Rafn Ólafsson“. Alþingi. Sótt 30. september 2022.
- ↑ Framboðskynning - Gísli Rafn Ólafsson - Prófkjör Pírata í SV-kjördæmi til Alþingiskosninga 2021 | Af hverju er ég að bjóða mig fram? Af hverju tel ég mig vera góðan frambjóðanda? Af hverju býð ég mig fram fyrir Pírata? Þetta eru þær spurningar sem ég... | By Gísli Rafn Ólafsson - Pírati | Facebook, sótt 30. september 2022
- ↑ Jónsdóttir, Kristín (13. mars 2021). „Prófkjör Pírata -Úrslit“. Mannlíf.is. Sótt 30. september 2022.
- ↑ „Tilkynning um úrslit kosninga til Alþingis 25. september 2021 og úthlutun þingsæta“. Landskjörstjórn. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. september 2022. Sótt 30. september 2022.