Fara í innihald

Como

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Borgin Como við Como-vatn.

Como er 83 þúsund manna borg við Como-vatn í Langbarðalandi á Ítalíu. Borgin er höfuðstaður samnefndrar sýslu. Como er vinsæll ferðamannastaður. Miðbærinn hefur haldið sama yfirbragði og hann hafði á miðöldum. Pliníus eldri segir að borgin hafi verið stofnuð af Orobum sem talið er að hafi verið Lígúrar að uppruna, frá 7. öld f.Kr. fram að innrás Galla á 4. öld f.Kr.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.