1189
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1189 (MCLXXXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Halldóra Eyjólfsdóttir var vígð fyrsta abbadís Kirkjubæjarklausturs.
- Annálar greina frá því að Ásmundur kastanrassi hafi komið í Breiðafjörð frá Grænlandi og Krosseyjum og hafi verið á skipi sem neglt var með trénöglum einum og bundið með seymi.
- Þrír biskupar voru á Íslandi að því er segir í annálum og hefur einn þeirra verið Jón Grænlandsbiskup.
Fædd
Dáin
- Ögmundur Kálfsson, eini ábóti Flateyjarklausturs og fyrsti ábóti Helgafellsklausturs, drukknaði.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Hinrik 2. Englandskonungur batt endi á styrjaldarátök við Ríkharð son sinn og Filippus 2. Frakkakonung með því að fallast á allar kröfur þeirra. Hann greiddi Filippusi háa fjárhæð og viðurkenndi Ríkharð sem erfingja að ensku krúnunni.
- 3. september - Ríkharður ljónshjarta var krýndur konungur Englands.
- Friðrik Barbarossa lagði af stað í þriðju krossferðina.
- Jón Árnason smyrill varð biskup í Görðum á Grænlandi.
Fædd
- Skúli jarl Bárðarson í Noregi (d. 1240).
Dáin
- 6. júlí - Hinrik 2. Englandskonungur (f. 1133).
- 13. júlí - Matthildur hertogaynja af Saxlandi, dóttir Hinriks 2. Englandskonungs (f. 1156).
- 11. nóvember - Vilhjálmur 2. Sikileyjarkonungur (f. 1153).