Forsíða
59.736 greinar á íslensku.
Nasistakveðja
Nasistakveðja eða Hitlerskveðja er kveðja sem felst í því að rétta fram hægri handlegginn og láta höndina snúa niður með útrétta fingur. Kveðjan byggir á svokallaðri „rómverskri kveðju“, sem var eitt af einkennismerkjum ítalskra fasista. Hún var síðan tekin upp af Nasistaflokki Adolfs Hitler í Þýskalandi og varð eftir það einkum bendluð við nasisma. Í Þýskalandi nasismans frá 1933 til 1945 sagði fólk jafnan Heil Hitler (ísl. „Heill sé Hitler)“ þegar það fór með kveðjuna. Í Þýskalandi heilsaði fólk stundum jafnframt að sið nasista með beygðum handlegg fremur en útréttum, þar á meðal Hitler sjálfur.
Kveðjan er enn notuð af sumum nýnasistahópum og nýfasistum á Ítalíu.
Vissir þú...
![Orrustan í Þjóðborgarskógi](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/1/18/Akvy_Secstievy_Battle.jpg/200px-Akvy_Secstievy_Battle.jpg)
- … að Hayat Tahrir al-Sham, samtökin sem nú ráða yfir meirihluta Sýrlands, klufu sig frá hryðjuverkasamtökunum al-Kaída árið 2013?
- … að tímabjögun eykst til muna eftir því sem einstaklingur kemst nær ljóshraða?
- … að útþensla Rómaveldis inn á landsvæðið sem tilheyrir í dag Þýskalandi stöðvaðist með ósigri Rómverja í orrustunni í Þjóðborgarskógi (sjá mynd) árið 9?
- … að ofþjálfun í styrktarþjálfun getur leitt til álags á hjarta- og æðakerfið, veiklaðs ónæmiskerfis, svefntruflana og hormónatruflana?
- … að Júlía Navalnaja, ekkja rússneska stjórnarandstæðingsins Aleksej Navalnyj, mun sæta handtöku ef hún kemur aftur til Rússlands?
Fréttir
![Ahmed al-Sharaa](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/c/c6/Ahmed_al-Sharaa.jpg/140px-Ahmed_al-Sharaa.jpg)
- 7. febrúar: Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, slítur samstarfi við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn og meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur fellur.
- 4. febrúar: Ellefu látast í skotárás á skóla í Örebro í Svíþjóð.
- 30. janúar:
- Ríkisstjórn Jonasar Gahr Støre í Noregi springur vegna deilna um fjórða orkupakka Evrópusambandsins.
- Ahmed al-Sharaa (sjá mynd) er skipaður forseti Sýrlands.
- 20. janúar: Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í annað skipti.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát: Sam Nujoma (8. febrúar) • Björgólfur Guðmundsson (2. febrúar) • Horst Köhler (1. febrúar) • Ólöf Tara Harðardóttir (30. janúar) • Ellert B. Schram (24. janúar)
14. febrúar
- 2005 - Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanon, var myrtur.
- 2005 - YouTube, vefur þar sem notendur geta deilt myndskeiðum, fór í loftið.
- 2013 - Suðurafríska fyrirsætan Reeva Steenkamp var skotin til bana af kærasta sínum, ólympíumeistaranum Oscar Pistorius.
- 2015 - Skotárásin í Kaupmannahöfn: Maður hóf skothríð í menningarhúsi í Kaupmannahöfn þar sem Lars Vilks átti að tala.
- 2018 - Jacob Zuma sagði af sér embætti forseta Suður-Afríku eftir 9 ár í embætti.
- 2018 - Byssumaður hóf skothríð í Marjory Stoneman Douglas High School í Flórída. Hann myrti 17 og særði 17.
Systurverkefni
|