Fara í innihald

Vopnafjarðarflugvöllur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vopnafjarðarflugvöllur
IATA: VPNICAO: BIVO
BIVO er staðsett á Íslandi
BIVO
BIVO
Staðsetning flugvallarins
Yfirlit
Gerð flugvallar Almenningsvöllur
Eigandi/Rekstraraðili Isavia
Þjónar Vopnafjörður, Íslandi
Staðsetning Vopnafjörður
Hæð yfir sjávarmáli 3 m / 10 fet
Hnit 65°43′14″N 014°51′02″V / 65.72056°N 14.85056°V / 65.72056; -14.85056 (Keflavik Airport)
Flugbrautir
Stefna Lengd Yfirborð
m fet
05/23 885 2904 Tjörubundin grú
Heimildir: Flugmálastjórn Íslands[1]
Vopnafjarðarflugvöllur

Vopnafjarðarflugvöllur er á bakka Hofsár, fyrir miðjum botni Vopnafjarðar. Óreglubundið flug hefur verið til Vopnafjarðar með einhverjum hætti frá 1954.

Vopnafjarðarflugvöllur

[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn er á bakka Hofsár, fyrir miðjum botni Vopnafjarðar. Rými til flugs í dalnum er nægt og aðflug því hindranalaust. Veðurfar er flugi fremur hagstætt og áreiðanleiki áætlunarflugs því góður, eða um 98%.

Akstursfjarlægð frá þéttbýli í Vopnafirði er um 4 km. Flugvöllurinn þjónar einnig Bakkafirði en vegalengd þangað er 35 km.

Flugstöðin

[breyta | breyta frumkóða]

Flugstöðin er 215 að flatarmálim á einni hæð. Hún getur annað 50 manns. Flugstöð, með áföstum flugturni, var tekin í notkun árið 1988.

Óreglubundið flug hefur verið til Vopnafjarðar með einhverjum hætti frá 1954. Í upphafi frá Reykjavík á vegum Björns Pálssonar, en um 1960 hófst áætlunarflug frá Akureyri, fyrst flugfélag á vegum Tryggva Helgasonar, er síðar varð Flugfélag Norðurlands og frá 1997 Flugfélag Íslands.

Frá Egilsstöðum hófst, á vegum Björns Pálssonar, flug sem haldið var úti að sumarlagi (frá 1960 til 1968). Frá 1970 flaug Austurflug og frá 1972 Flugfélag Austurlands til 1997 er félagið hætti starfsemi.

Daglegar flugferðir voru frá Akureyri og/eða Egilsstöðum frá árinu 1988 en hefur fækkað síðan.

Land fékkst fyrir flugbraut 1953 og fyrstu framkvæmdir voru, í litlum mæli, 1954 og hafa staðið með mislöngum hléum síðan, en nú er flugbrautin lögð bundnu slitlagi. Flugbrautin var búin föstum ljósum um 1974. Fyrsta farþegaskýlið var sett upp 1954 en núverandi flugstöð er líklega fjórða byggingin.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.