Fara í innihald

Stafkirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stafkirkjan í Urnes í Luster héraði í Noregi. Hún er á Heimsminjaskrá UNESCO.

Stafkirkja eða stafakirkja[1] er timburkirkja þar sem veggir eru gerðir úr stöfum (þ.e. lóðréttum bjálkum) og þeir klæddir lóðréttum borðum. Flestallar stafkirkjur sem nú standa uppi eru í Noregi, en á upphafsárum kristni í Norður-Evrópu voru þær víða til.

Í upphafi kristni hér á Íslandi voru flestar kirkjur stafkirkjur. Dómkirkjurnar í Skálholti og á Hólum í Hjaltadal voru þá líklega stærstu stafkirkjur Evrópu, því að dómkirkjur í nágrannalöndunum voru þá úr steini.

Í Vestmannaeyjum er lítil stafkirkja. Hún var reist á 1000 ára afmæli kristnitökunnar. Þá ákváðu Norðmenn að gefa Vestmannaeyingum eftirmynd stafkirkju og afhenti Noregskonungur hana við hátíðlega athöfn 30. júlí árið 2000.

Stafverk var ekki eingöngu notað í kirkjur, til dæmis er Auðunarstofa á Hólum í Hjaltadal að hluta byggð með þeirri aðferð.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Ritmálssafn“. ritmalssafn.arnastofnun.is. Sótt 11. mars 2024.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.