Fara í innihald

Sophie Wilmès

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sophie Wilmès
Forsætisráðherra Belgíu
Í embætti
27. október 2019 – 1. október 2020
ÞjóðhöfðingiFilippus
ForveriCharles Michel
EftirmaðurAlexander De Croo
Persónulegar upplýsingar
Fædd15. janúar 1975 (1975-01-15) (50 ára)
Ixelles, Brussel, Belgíu
ÞjóðerniBelgísk
StjórnmálaflokkurUmbótahreyfingin
MakiChristopher Stone
Börn4
HáskóliSaint-Louis-háskóli í Brussel

Sophie Wilmès (f. 15. janúar 1975) er belgískur stjórnmálamaður[1] og fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu.[2] Hún er fyrsta konan sem hefur verið forsætisráðherra landsins.[3]

Wilmès fæddist í umdæminu Ixelles á stórborgarsvæði belgísku höfuðborgarinnar Brussel.[4] Hún ólst upp í bænum Grez-Doiceau í Vallóníu og nam samskiptafræði og viðskiptastjórnun við Saint-Louis-háskóla í Brussel. Hún vann síðar sem fjármálarágðjafi við lögmannsstofu.

Wilmès er gift áströlskum manni að nafni Christopher Stone og á með honum fjögur börn.[5]

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Wilmès varð héraðsráðgjafi í Uccle árið 2000.[6] Frá 2007 til 2013 stýrði Wilmès fjármálum, frönskumælandi menntunarmálum, samskiptamálum og viðskiptamálum í bænum Sint-Genesius-Rode. Frá 2014 til 2015 var hún héraðsráðgjafi í Flæmska Brabant. Hún var kjörin á neðri deild belgíska þingsins árið 2014.

Í október árið 2015 var Wilmès útnefnd fjármálaráðherra í ríkissjórn Charles Michel eftir að forveri hennar, Hervé Jamar, sagði af sér til að geta tekið við embætti fylkisstjóra Liège.[7] Í desember 2018 varð hún fjármála-, stjórnsýslu-, þjóðarhappdrættis- og vísindamálaráðherra í annarri ríkisstjórn Michels. Þann 27. október 2019 tók Wilmès við sem forsætisráðherra Belgíu eftir að Michel sagði af sér til að geta tekið við embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Stjórn Wilmès var í upphafi aðeins starfsstjórn sem átti að sitja þar til stjórnarmyndunarumræðum lyki en þann 17. mars 2020 fékk Wilmès umboð frá konunginum til að mynda fasta minnihlutastjórn til þess að takast á við kórónaveirufaraldurinn.[8] Wilmès lét af embætti þann 1. október 2020 eftir að ný stjórn hafði verið mynduð.[9] Hún tók við sem utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra í ríkisstjórn eftirmanns síns, Alexanders De Croo.[10]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Belgian Federal Government“. www.federal-government.be. Sótt 3. nóvember 2019.
  2. „Federal Public Services and Public Planning Services (FPS and PPS) | Belgium.be“. Belgium.be. 3. mars 2014. Sótt 30. júlí 2016.
  3. „De eerste vrouwelijke premier van België staat voor een ondankbare taak“. demorgen.be (hollenska).
  4. „Sophie Wilmès | MR | News“. www.sophiewilmes.be. Sótt 30. júlí 2016.
  5. „Sophie Wilmès | MR | Who am I?“. www.sophiewilmes.be. Sótt 30. júlí 2016.
  6. „UK immigration officials sent to Zeebrugge in crackdown against organised smuggling“. The Brussels Times (enska). 29. október 2019. Sótt 29. október 2019.
  7. Rankin, Jennifer (28. október 2019). „Belgium gets first female PM as Sophie Wilmès takes office“. The Guardian (enska). ISSN 0261-3077. Sótt 29. október 2019.
  8. „Sophie Wilmès a prêté serment à la tête d'un gouvernement de plein exercice mais limité“ (franska). Le Soir. 17. mars 2020. Sótt 23. mars 2020.
  9. Atli Ísleifsson (30. september 2020). „Ná saman um nýja stjórn um 500 dögum eftir kosningar“. Vísir. Sótt 1. október 2020.
  10. „Après avoir été la première "Première", Sophie Wilmès devient la première femme ministre des Affaires étrangères belge“ (franska). RTBF. 1. október 2020. Sótt 15. október 2020.


Fyrirrennari:
Charles Michel
Forsætisráðherra Belgíu
(27. október 20191. október 2020)
Eftirmaður:
Alexander De Croo