Skriðjökull
Útlit

Skriðjökull eða aurjökull, falljökull eða hlaupjökull[1] er hluti af jökli sem rennur út úr meginjöklinum. Skriðjöklar einkennast af framrennsli íssins og sprungnu yfirborði. Flestir skriðjöklar renna aðeins nokkur hundruð metra á ári. Dæmi eru þó um að óstöðugri skriðjöklar renni allt að nokkrum kílómetra.
Skriðjöklar mynda svo kallaðar jökulrákir á klöppum, sem þeir skríða yfir.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Skriðjökull“. Íslenskt orðnet. Sótt 26. júlí 2012.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Skriðjökull.