Fara í innihald

Súeseiðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Súeseiðið; Skipaskurðurinn sést greinilega á myndinni

Súeseiðið er 113 km breitt eiði sem tengir saman heimsálfurnar Afríku og Asíu (Sínaískaga) og skilur á milli Miðjarðarhafs og Rauðahafs (Súesflóa). Gegnum eiðið liggur 163 km langur skipaskurður, Súesskurðurinn. Þar eru stöðuvötnin Great Bitter Lake, Little Bitter Lake, Manzala-vatn og Timsah-vatn, öll tengd saman með skurðinum. Þar eru hafnarborgirnar Port Saíd (Miðjarðarhafsmegin) og Súes (Rauðahafsmegin).