PlayStation 2
Útlit
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/a/a2/SCPH-30000_vertical.jpg/250px-SCPH-30000_vertical.jpg)
PlayStation 2 (PS2) er önnur leikjatölva frá Sony, á eftir PlayStation. Hönnunin var kynnt í mars 1999 og hún var fyrst gefin út í Japan þann 4. mars 2000, Norður-Ameríku 26. október 2000 og 24. nóvember 2000 í Evrópu.
PS2 er hluti af sjöttu kynslóð leikjatölva og varð vinsælasta leikjatölva í sögunni, með yfir 105 milljón eintaka send um allan heim 31. mars 2006.