Pinus arizonica
Pinus arizonica | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Smáplanta af Pinus arizonica
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus arizonica Engelm. | ||||||||||||||||
Útbreiðsla Pinus arizonica
grænt: Pinus arizonica var. arizonica
rautt: Pinus arizonica var. stormiae
blátt: P. ponderosa ssp. brachyptera | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Pinus arizonica er meðalstór fura sem vex í norður Mexíkó, suðaustur Arizona, suðvestur New Mexico, og vestur Texas í Bandaríkjunum. Hún verður 25 til 35 m há, með að 1,2 m stofnþvermál. Barrnálarnar eru í búnti 3, 4 eða 5, og eru fimm nálar í búnti algengastar. Þessi breytileyki gæti bent til blöndunar við hina náskyldu gulfuru (Pinus ponderosa). Könglarnir eru stakir, í pörum, eða 3 í hvirfingu, 5 til 11 sm langir.
Flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Pinus arizonica var lengi almennt talin afbrigði af gulfuru, en hefur að minnsta kosti síðan 1997 verið viðurkennd sem sjálfstæð tegund af flestum.[1]
Þremur afbrigðum hefur verið lýst;
- Pinus arizonica var. arizonica, nálarnar 3 til 4 saman, sjaldan fimm í búnti, 10 til 20 sm langar,[2] vex aðallega í Sierra Madre Occidental frá Arizona og New Mexico suður um Chihuahua til Durango og Zacatecas, vestur til Sonora og Sinaloa, og austur um Coahuila til Nuevo León.[3]
- Pinus arizonica var. stormiae, nálarnar 3 til 4 saman, sjaldan fimm í búnti, 14 til 25 sm langar, vex í Sierra Madre Oriental frá Coahuila og Nuevo León suður til suðvestur Tamaulipas (í Miquihuana) og hlutar af San Luis Potosí.[4]
- Pinus arizonica var. cooperi, nálarnar 5 saman, sjaldan fjórar eða þrjár, 6 til 10 sm langar, vex í Sierra Madre Occidental í Chihuahua og Durango. Þessu afbrigði var upphaflega lýst sem sjálfstæðri tegund, en sett undir Pinus arizonica af Farjon 1997. Þessi breyting hefur hefur ekki verið vinsæl hjá (aðallega) mexíkóskum grasafræðingum. Hún hefur einnig verið endurflokkuð sem undirtegund af Silba 2009 á grundvelli þess að hún er frábrugðnari en var. stormiae, en sú flokkun hefur enn færri formælendur.[5] Sumir höfundar telja þetta afbrigði skyldara Pinus hartwegii.[heimild vantar]
Tegundin blandast við Pinus ponderosa var. scopulorum og við Pinus engelmannii þar sem búsvæði þeirra skarast, og getur líklega blandast við aðrsr tegundir í undirdeildinni Ponderosae.[6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Earle, Christopher J. (29. desember 2017). „Pinus arizonica (Arizona pine, pino de Arizona) description - The Gymnosperm Database“. The Gymnosperm Database. Sótt 9. ágúst 2018.
- ↑ Aljos Farjon: A Handbook of the World's Conifers, Bindi 2, bls. 624
- ↑ Earle, Christopher J. (29. desember 2017). „Pinus arizonica var. arizonica (Arizona pine, pino de Arizona) description - The Gymnosperm Database“. The Gymnosperm Database. Afrit af upprunalegu geymt þann 10 ágúst 2018. Sótt 10. ágúst 2018.
- ↑ Earle, Christopher J. (29. desember 2017). „Pinus arizonica var. stormiae (pino real) description - The Gymnosperm Database“. The Gymnosperm Database. Sótt 10. ágúst 2018.
- ↑ Earle, Christopher J. (29. desember 2017). „Pinus arizonica var. cooperi (Pino de Cooper) description - The Gymnosperm Database“. The Gymnosperm Database. Afrit af upprunalegu geymt þann 1 júlí 2018. Sótt 10. ágúst 2018.
- ↑ James E. Eckenwalder: Conifers of the World, bls. 410–411
- Conifer Specialist Group (1998). "Pinus arizonica". IUCN Red List of Threatened Species. Version 2006. International Union for Conservation of Nature.