Palma de Mallorca
Útlit

Palma er stærsta borgin á spænsku eyjunni Mallorca með rúmlega 430 þúsund íbúa en á stórborgarsvæðinu búa rúmlega 517 þúsund manns.
Dómkirkjan í Palma
![]() |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: þyrfti sérgrein |
Dómkirkjan í Palma er kaþólsk og var reist á árunum 1306-1852. Hæsti turninn er 44 metrar á hæð og kirkjan er 121 metri á lengd og 55 metrar á breidd. Hún er táknmynd borgarinnar í Palma. Kirkjan er í gotneskum stíl og í henni gætir norður-evrópskra áhrifa.


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Palma de Mallorca.