Fara í innihald

Kylian Mbappé

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kylian Mbappé
Upplýsingar
Fullt nafn Kylian Mbappé Lottin
Fæðingardagur 20. desember 1998 (1998-12-20) (26 ára)
Fæðingarstaður    París, Frakkland
Hæð 1,78
Leikstaða Framherji
Núverandi lið
Núverandi lið Real Madrid
Yngriflokkaferill
2004-2013
2013-2015
AS Bondy
AS Monaco FC
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2015-2016 AS Monaco FC(varalið) 12 (4)
2015-2018 AS Monaco FC 41 (16)
2017-2018 PSG (lán) 27 (13)
2018-2024 PSG 178 (162)
2024- Real Madrid 6 (4)
Landsliðsferill
2014
2016
2017-
Frakkland U17
Frakkland U19
Frakkland
2 (0)
11 (7)
86 (48)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Kylian Mbappé Lottin (fæddur 20. desember 1998) er franskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Real Madrid og franska landsliðið. Hann er fimur og fljótur framherji, er sterkur í rekja boltann og vinna einvígi í kapphlaupi um boltann.

Mbappé skaust á stjörnuhimininn með Monaco og hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta titil í frönsku úrvalsdeildinni í 17 ár tímabilið 2016-2017. Tímabilið eftir hélt hann til PSG og varð annar dýrasti leikmaður sögunnar. Í mars 2023 varð hann markahæsti leikmaður félagsins eftir að taka fram úr Edinson Cavani.

Sumarið 2024 hélt hann til spænska stórliðsins Real Madrid. [1]

Á HM 2018 varð Mbappé annar táningurinn til að skora á mótinu ( á eftir Pelé) þegar Frakkland vann keppnina. Hann var valinn besti ungi leikmaður keppninnar og skoraði þar 4 mörk. Mbappé vann gullskóinn á HM 2022 og skoraði þrennu í úrslitunum gegn Argentínu sem Frakkland tapaði í vítakeppni.

Mbappé skoraði 4 mörk í landsleik gegn Kasakhstan árið 2021 og var fyrsti leikmaðurinn frá 1958 til að gera svo [2]. Sama ár varð hann yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora þrjátíu mörk í Meistaradeild Evrópu.

Faðir Mbappé er frá Kamerún og móðir frá Alsír. Hann á 2 bræður sem einnig spila fótbolta.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Mbappé til Real Madrid Fótbolti.net 3/6 2024
  2. Mbappé sá fyrsti síðan 1958 Fótbolti.net, sótt 15/11 2021