Kirkja Satans
Útlit
Kirkja Satans eru trúarsamtök sem stofnuð voru árið 1966 af Anton Lavey. Lavey var æðstiprestur til dauðadags, 1997. Nú er Peter Gilmore æðstur.
Sataníska biblían er höfuðrit samtakanna og eru höfuðstöðvarnar í Hell's Kitchen, Manhattan.
Meðlimir trúa ekki beinlínis á Satan en sjá hann sem tákn einstaklingshyggju og uppljómunar. Athafnir eins og giftingar, jarðarfarir og skírnir eru framkvæmdar af samtökunum.