Fara í innihald

Kúluskítur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kúluskítur í Akan vatni í Japan.

Kúluskítur er heiti kúlulaga vaxtarforms grænþörungsins Aegagropila linnaei. Kúluskítur finnst aðeins í nokkrum stöðuvötnum á norðurhveli jarðar, hann þekkist í Mývatni á Íslandi, í Japan, og í nokkrum löndum í Evrópu, en útbreiðsla hans er að minnka.[1]

Kúluskíturinn er alfriðaður á Íslandi. Í Mývatni var þykkt lag kúlna á um 2 metra dýpi, kúlurnar voru um 12 cm í þvermál.

Teikning af hinum þremur mögulegu vaxtarformum þessa grænþörungs: kúlulaga, fljótandi þræðir, og sem vöxtur á steinum.

Kúluskítur er grænleitur, loðinn og getur orðið allt að 15 cm í þvermál. Hann er í raun vefur hárfínna þráða sem vaxa út frá miðju og mynda þannig kúlaga flóka. Hver kúla er sjálfstæð planta sem liggur laus frá botni vatnsins. Talið er að hann lifi einungis á örfáum stöðum í heiminum, og aðallega í Akanvatni í Japan en einnig hefur hann fundist í Mývatni. Í Japan er honum haldinn sérstök hátíð í október með skrúðgöngu og dansi.

Kúluskíturinn hafði lengi verið þekktur í Mývatni þar sem hann festist í netum, en það var ekki fyrr en 1977 að gerð var fræðileg könnun á lífríki Mývatns og menn sáu kúlurnar. Næsta sumar var botninn kannaður og þá sáust tugir milljóna af kúluskítnum.[2]

Árið 2012 hafði kúluskít fækkað verulega og talið þá að einungis nokkur hundruð væru eftir af honum.[3] Árið 2014 virðist hann algerlega vera horfin og er talið að það sé af mannavöldum.[4]

Sumarið 2016 fór aftur að bera á kúluskítnum, en honum skolaði á land í miklum mæli í hvassviðri sem geisað hafði við Mývatn, þó aðallega smáar kúlur.[5]

Nafnið kúluskítur er tilkomið frá bændum í Mývatnssveit sem almennt kalla allan þann gróður sem festist í netum þeirra, „skít“.[2] Önnur heiti eru vatnamýll, vatnadúnn, vatnaskúfur, kúluskúfur.

  • Árni Einarsson og Marianne Jensdóttir. 2002. Kúluskítur. Náttúrufræðingurinn 71: 34-39

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Boedeker, Christian; Eggert, Anja; Immers, Anne; Smets, Erik (2010). „Global Decline of and Threats to Aegagropila linnaei, with Special Reference to the Lake Ball Habit“. Bioscience. 60 (3): 187–198. doi:10.1525/bio.2010.60.3.5.
  2. 2,0 2,1 Kúluskítur – Marianne Jensdóttir líffræðingur
  3. „Kúluskítur að hverfa úr Mývatni“. RÚV. Sótt 3. maí 2014.
  4. „Einkenni Mývatns að hverfa“. mbl.is. Sótt 3. maí 2014.
  5. http://www.ruv.is/frett/kuluskitur-fannst-i-myvatni . . Skoðað 9. júní 2016.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.