Fara í innihald

Jorja Fox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jorja Fox
Upplýsingar
FæddJorja-An Fox
7. júlí 1968
Önnur nöfnJorjan Fox
Vefsíðahttp://www.jorjafox.org
Helstu hlutverk
Sara Sidle í CSI: Crime Scene Investigation

Jorja-An Fox (fædd 7. júlí 1968) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Sara Sidle í CSI: Crime Scene Investigation.

Fox er yngri af tveim börnum og var alin upp á lítilli í eyju í Melbourne Beach í Florída. Hún hefur lýst sjálfri sér sem ofþungri á barnsárum og var með skarð á milli framtannanna.[1] Um tvítugsaldur höfðu hvorki endajaxlar né spangir hjálpað til og Fox sagði „gleymdu þessu“.[2]

Nafn hennar er borið fram sem „Georgia“. En hún er oftast nær skráð sem Jorja Fox en hefur líka verið skráð sem „Jorjan Fox“.[3]

Eftir að hafa stundað nám við Melbourne High School[4] í tvö ár, þá byrjaði hún að vinna sem módel eftir að hafa unnið bæjarkeppnina. Ákvað hún að skrá sig sem drama stúdent við Lee Strasberg Institute í New York, undir leiðsögn leikarans William Hickey.

Fox er meðstofnandi að Honeypot Productions, sem er sjálfstætt leikhús í Los Angeles og hefur þegar sýnt fimm leikrit. Vinkona hennar og meðeigandi Heather Reid skrifaði Dear Bernard, sem Fox hjálpaði með að framleiða.

Fox er einnig tónlistamaður: spilar hún á gítar og er nýbúin að kaupa trommusettt. Einnig skrifar hún og semur lög, þekktast fyrir myndina Traveling Companion.

Jorja og samleikkona hennar Marg Helgenberger sungu „Stand by Me“ sem dúet fyrir What a Pair 4!, sem er árleg góðgerðarsamkoma sem safnar peningum fyrir brjóstakrabbameins rannsóknir.

Fox býr núna í Los Angeles og meðal vina hennar er Emily Procter, sem hún hvatti til þess að taka þátt í CSI: Miami.

Árið 2001, Jorja staðhæfði að hún væri „með einhverjum, en ekki gift“. [5] Kringum 2003 var hún á lausu.[6]

Árið 2003 var hún 80. sæti á lista tímaritsins Stuff yfir 103 kynþokkafyllstu konur. Árlega þá er hún útnefnd hjá People for the Ethical Treatment of Animals – PETA sem „Kynþokkafyllsta grænmetisæta í heiminum“.

Aðgerðarstefna og stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Fox er stuðningsmaður Human Rights Campaign[7] og hefur verið grænmetisæta síðan hún var 19 ára, og hefur unnið með People for the Ethical Treatment of Animals-PETA til þess að kynna grænmetishyggju[8] og vinnur einnig með Animal Defenders International [9] til þess að skýna ljósi á þjáningar dýra í fjölleikahúsum. Er hún með tösku nefnda eftir sér eftir Montréal company Matt & Nat, sem hannar grænmetis töskur. [10]

Fox var viðstödd útgáfu bókarinnar Thanking The Monkey eftir Karen Dawn, og hægt er að sjá hana á Access Hollywood ræða hvernig grænmetisætur hjálpa umhverfinu.[11] Árið 2008 Fox bauð sig fram til þess að taka upp Public Service tilkynningu fyrir New York sjálfeignarstofnunina Orangutan Outreach Geymt 20 ágúst 2021 í Wayback Machine. Þessi 30-sekúnda mynd var sýnd á Animal Planet á meðan verið var að sýna verðlaunaseríuna Orangutan Island.

Söngleikir

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að hafa hætt í CSI árið 2007, kom Fox fram í söngleiknum Stay Forever: The Life and Music of Dusty Springfield sem Kirsten Holly Smith,[12] sem var sýnd í Renberg Theatre í Los Angeles Gay and Lesbian Center.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Fox var árið 1992 í ABC Afterschool Specials. Frá 1996-1999 þá lék hún lækninn Maggie Doyle í ER. Árið 1999 þá var hún ráðin til þess að leika leyniþjónustu fulltrúann Gina Toscano í The West Wing sem hún lék í eina seríu.

Árið 2000 þá var Fox boðið hlutverk í CSI: Crime Scene Investigation sem Sara Sidle sem hún lék til ársins 2007. Þann 18. apríl, 2007, þá greindi TV Guide frá því að Fox myndi ekki koma aftur í seríu átta af CSI, eftir að hafa ekki skrifað undir nýjan samning.[13] Loka þáttur seríunnar reyndist vera tvísýnn sem tengdist persónu hennar, Sara Sidle.[14] New York Post greindi svo frá því að Fox hafi ekki mætt til þess að taka upp lokaþáttinn vegna áframhaldandi ágreinings vegna samningsvinnu.[15] Hvorki CBS né umboðsmaður Jorju staðfestu þessar ásakanir.

Í september 2007, eftir að sögusagnir fóru á kreik þess efnis að Fox væri að hætta í þættinum,[16] þá hóf internet spjallsíða sem kallast Your Tax Dollars At Work undirskriftarsöfnun og herferð til þess að halda Sidle í CSI. Herferðin (sem kallast Dollars for Sense) fól meðal annars í sér að senda framleiðendum þáttarins dollara til þess að halda Fox í þættinum. Með hjálp framlaga, þá gat herferðin skipulagt það að flugél flægi yfir, á þriðjudögum og fimmtudögum fyrstu tvær vikurnar í október, yfir Universal Studios, þar sem CSI er tekið upp. Á áróðursborðanum stóð „Höldum Jorju Fox á CBS“.[17][18]

Þann 15. október 2007 greindi Fox Entertainment Weekly að hún hefði yfirgefið CSI, þar sem hana langaði í smá hlé frá „skuldbindingu við vikulegan sjónvarpsþátt“.[19] Að hennar beiðni, þeir peningar sem söfnuðust í „Dollars for Sense“ herferðinni yrði gefið Court Appointed Special Advocate, samtök sem hjálpar fóstur börnum. Þann 15. nóvember 2007 var þátturinn „Goodbye and Good Luck“ seinasti þátturinn sem Fox lék í sem aðalleikari í CSI.

Í maí 2008 kom Fox aftur í níundu þáttaröð CSI' sem gestaleikari.[20] í þremur þáttum.[21] Fox kom síðan fram í seinasta þætti Grissom's „One To Go“ í lokasenunni þegar Grissom kemur skóginn, til þess að koma Söru á óvart og þátturinn endar með því að þau kyssast innilega.

CBS tilkynnti haustið 2009 að Jorja Fox mundi endurtaka hlutverk sitt sem Sara Sidle í CSI.[22][23] Framleiðslustjórinn Carol Mendelsohn staðfesti þetta. [24]

CSI - ágreiningur

[breyta | breyta frumkóða]

Jorja og meðleikari hennar George Eads voru rekin úr þættinu árið 2004. Fox hafði ekki sent bréf sem staðfesti komu sína í upptökurnar þegar þær áttu að byrja. Ágreiningurinn var leystur á einni viku, og voru þau bæði ráðin aftur af CBS; samt sem áður, þá fengu hvorug þeirra launahækkun eins og samleikarar þeirra. Einnig var sagt frá því að af þeim tveimur, þá var haft samband við Fox fyrst þegar átti að endursemja samning hennar við CSI, en hún neitaði að skrifa undir nema að Eads væri endurráðinn líka.[25]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Fox var árið 1999 í The Kill-Off. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Jerky Boys, Forever Fabulous, Memento og Next Exit.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1989 The Kill-Off Myra Pavlov sem Jorjan Fox
1991 Happy Hell Night Kappa Sig stelpa óskráð á lista
1994 Dead Funny Fate 3 sem Jorjan Fox
1995 The Jerky Boys Lazarro´s unga dama sem Jorjan Fox
1995 Alchemy Josie Sjónvarpsmynd
1997 House of Frankenstein Felicity Sjónvarpsmynd
1998 Velocity Trap Alice Pallas
1998 How to make the Cruelest Month Sarah Bryant
1999 Eyes Wide Shut Vændiskona óskráð á lista
1999 Forever Fabulous Liz Guild
1999 The Hungry Bachelors Club Delmar Youngblood
2000 Memento Eiginkona Leonards
2003 Down with the Joneses Bev Jones
2003 CSI: Crime Scene Investigation Sara Sidle Tölvuleikur
talaði inn á
2004 CSI: Crime Scene Investigation – Dark Motives Sara Sidle Tölvuleikur
Talaði inn á
2005 Next Exit Terri
2010 Accidental Icon: The Real Gidget Story Kynnir
2009 3 Weeks to Daytona Cheryl Eftirvinnsla
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1992 ABC Afterschool Special Diane Dravecki 3 þættir
sem Jorjan Fox
1993 Lifestories: Families in Crisis Maggie Glendon Þáttur: Dead Drunk – The Kevin Tunell Story
1993 Law & Order Paula Engren Þáttur: Securitate
sem Jorjan Fox
1993-1994 Missing Persons Connie Karadzic 17 þættir
sem Jorjan Fox
1995 Courthouse Maureen Dawes Þáttur: Pilot
sem Jorjan Fox
1997 Ellen Fallega konan Þáttur: The Puppy – hluti 2
óskráð á lista
1999 Partners Alex Þáttur: My Sister, My Enemy
1996-1999 ER Dr. Maggie Doyle 33 þættir
2000 The West Wing Leyniþjónustufulltrúinn Gina Toscano 5 þættir
2009 Drop Dead Diva Marianne Neely Þáttur: Second Chances
2000 - 2010 CSI: Crime Scene Investigation Sara Sidle 195 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Screen Actors Guild verðlaunin

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Stuff magazine, 2002
  2. People magazine, 2003
  3. Procter prospers Geymt 2 janúar 2007 í Wayback Machine (Skoðað 24. nóvember 2007).
  4. Coconut, Commander (8. maí 2001). „Tuesday Column“. Orlando Sentinel. Afrit af upprunalegu geymt þann 30 maí 2012. Sótt 13. apríl 2009. „Jorja Fox, who plays Sara, went to Indialantic's Hoover Junior High and then Melbourne High School“
  5. „Online extra: Q&A with actress Jorja Fox of "CSI". www.usaweekend.com. 17. júní 2001. Sótt 1. júní 2009.[óvirkur tengill]
  6. „Hey There, Jorja Girl“. www.people.com. 26. maí 2003. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. febrúar 2009. Sótt 1. júní 2009.
  7. jorjafox.org
  8. GoVeg.com
  9. [1]
  10. matt & nat
  11. Interview with Access Hollywood
  12. Julio Martinez (10. febrúar 2008). „Stay Forever: The Life and Music of Dusty Springfield“. www.variety.com. Sótt 28. febrúar 2008.
  13. Ask Ausiello
  14. "Channel your energy for what May come during television sweeps month"[óvirkur tengill]
  15. New York Post
  16. „Ausiello Report Blog | TVGuide.com“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2007. Sótt 18. október 2009.
  17. http://www.dollarforsense.com
  18. MSN TV Blog: Want to Keep Jorja Fox On 'CSI'?[óvirkur tengill]
  19. Lynette Rice (15. október 2007). „Jorja Fox makes it official: She's leaving 'CSI'. Entertainment Weekly. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. október 2007. Sótt 15. október 2007.
  20. '24' and 'CSI' casting news!“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. maí 2008. Sótt 18. október 2009.
  21. „Ask Ausiello: Spoilers on 'The Office,' 'Supernatural,' 'HIMYM,' 'Bones,' 'Heroes' and More!“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2009. Sótt 18. október 2009.
  22. Matt Mitovich (17. júlí 2009). „Breaking: Jorja Fox Returns to CSI“. TVGuide.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júlí 2009. Sótt 17. júlí 2009.
  23. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. október 2009. Sótt 18. október 2009.
  24. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. október 2009. Sótt 18. október 2009.
  25. „"CSI Rehires Fox; Eads Waits to Hear". Afrit af upprunalegu geymt þann 18. nóvember 2007. Sótt 29. desember 2020.