James Prescott Joule

James Prescott Joule (24. desember 1818 – 11. október 1889) var enskur eðlisfræðingur og bruggari, sem fæddist í Salford í Lancashire. Joule rannsakaði hita og uppgötvaði tengsl hita við vinnu. Það leiddi til lögmálsins um orkuvarðveislu sem aftur leiddi til uppgötvunar fyrsta lögmáls varmaaflfræðinnar. SI-mælieiningin fyrir orku, joule, er nefnd í höfuðið á honum.
Joule starfaði með Kelvin lávarði að þróun algilds hitakvarða, sem síðar var kallaður Kelvin-kvarðinn. Joule gerði líka athuganir á segulherpingu og komst að því hver tengslin væru milli rafstraums sem fer um viðnám og orkutaps á formi hita. Þetta er kallað lögmálið um viðnámshitun eða fyrsta lögmál Joules. Fyrsta ritgerðin sem lýsti tilraunum hans við umbreytingu orku kom út árið 1843.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „On the Calorific Effects of Magneto-Electricity, and on the Mechanical Value of Heat“. Philosophical Magazine. 3. 23 (154): 435–443. 1843. doi:10.1080/14786444308644766.