Fara í innihald

Golden Gate-brúin

Hnit: 37°49′11″N 122°28′43″V / 37.81972°N 122.47861°V / 37.81972; -122.47861
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Golden Gate-brúin

Nýting 6 akreinar auk göngu- og hjólreiðastígs
Brúar Golden Gate
Staðsetning San Francisco, Kaliforníu og Marin-sýsla, Kaliforníu
Umsjónaraðili Golden Gate Bridge, Highway and Transportation District
Gerð Hengibrú
Spannar lengst 1.280 m
Samtals lengd 2.737 m
Breidd 27 m
Hæð 227 m
Hæðarbil 4,3 m hjá tollhliðum, hærri hlöss möguleg
Bil undir 67 m (meðalhæð í flóði)
Árleg meðalumferð á dag 110.000
Opnaði 27. maí 1937
Tengir:
San Francisco við Marin-sýslu
Hnit 37°49′11″N 122°28′43″V / 37.81972°N 122.47861°V / 37.81972; -122.47861

Golden Gate-brúin (enska Golden Gate Bridge) er hengibrú yfir Golden Gate-sund (á íslensku „Gullna hliðið“) þar sem San Francisco-flói og Kyrrahafið mætast. Auk þess að vera eitt helsta kennileyti San Francisco og Kaliforníu þjónar brúin sem mikilvægt samgöngumannvirki með því að tengja San Francisco við Marin-sýslu. Þegar smíði brúarinnar lauk árið 1937 var hún lengsta hengibrú veraldar og hélt þeim titli til ársins 1964. Nú er hún sú áttunda lengsta og sú önnur lengsta í Bandaríkjunum, á eftir Verrazano-Narrows-brúnni í New York-borg.

Brúin hefur verið vettvangur yfir 2000 sjálfsvíga. Árið 2024 var komið net til varnar sjálfsvígum við brúna. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. San Francisco Golden Gate Bridge gets suicide net after 87 years BBC News, 4/1 2024