Fara í innihald

GSG 9

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einkennismerki GSG 9
Sérsveitarmenn GSG 9 að síga niður byggingu
Frá æfingu GSG 9 árið 2005

GSG 9 der Bundespolizei, áður Grenzschutzgruppe 9 (þýska fyrir Landamæra Varnarhópur 9) er vopnuð þýsk sérsveit sem sérhæfir sig aðstæðum sem komu upp við hryðjuverk. GSG 9 heyrir undir Bundespolizei sem er ríkislögregla Þýskalands og þannig ekki hluti af hinni hefðbundu lögreglu sem starfrækir sína eigin sérsveit (SEK). Höfuðstöðvar sérsveitarinnar eru staðsettar í Sankt Augustin, öll verkefni og meðlimir sérsveitarinnar eru bundin trúnaði. Meðlimir sveitarinnar telja um það bil 400 manns.

GSG 9 eru hluti af ATLAS samstarfinu sem sérsveit ríkislögreglustjóra er einnig hluti af.

Blóðbaðið í München árið 1972 hafði mikil áhrif á þýsku lögregluna þar sem að hún var ekki í stakkbúin undir svo hrottalega árás. Lögreglumenn höfðu ekki æft né hlotið fræðslu varðandi hryðjuverka árásir, þetta varð til þess að allir gíslarnir létu lífið ásamt því að fimm af átta hryðjuverkamönnunum og einn lögreglumaður létu einnig lífið. Þann 17. apríl, 1973 var GSG 9 formlega stofnuð til að stöðva t.d. hryðjuverka árásir og gíslatökur.

Eitt af eftirminnilegustu verkefnum GSG 9 var 13. október árið 1977 þegar fjórir palestínskir hryðjuverkamenn rændu Boeing 737 þotu með 86 farþegum og heimtuðu að þýska lögreglan myndi sleppa Rote Armee Fraktion hryðjuverkamönnum sem þeir voru með í haldi. Hryðjuverkamennirnir tóku flugmannin af lífi og tóku við stýri. Þeir flugu til nokkurra staða í miðausturlöndum og lentu í Mogadishu, Sómalíu og beðu eftir að mönnunum væri sleppt úr haldi. Aðfaranótt 18. október ruddust GSG 9 sérsveitarmenn inní þotuna sem var þá staðsett í Somalíu. Eftir um aðeins fimm mínútna skotbardaga voru þrír hryðjuverkamenn látnir og einn illa særður. Allir gíslar komumst lífs af fyrir utan flugstjóra vélarinnar sem var myrtur þegar hryðjuverkamennirnir rændu vélinni. Í kjölfar atviksins var kanslara Þýskalands Helmut Schmidt ásamt GSG 9 hrósað fyrir að gera árás á hryðjaverkamennina í staðþess að reyna semja við þá. Þýsk yfirvöld gáfu út eftir atvikið að þeir myndu aldrei aftur reyna að semja við hryðjuverkamenn eins og þeir höfðu gert nokkrum árum áður.

Á milli áranna 1972 og 2003 hafði GSG 9 tekið þátt í yfir 1500 verkefnum og aðeins beitt skotvopnum 5 sinnum. Vert er þó að taka framm að flest verkefni þeirra eru trúnaðarmál og ekki opinberar upplýsingar.

GSG 9 er vopnuð með eftirfarandi skotvopnum: