Fjallavíðir
Útlit
Fjallavíðir | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Salix arctica Pall. |
Fjallavíðir eða grávíðir (fræðiheiti Salix arctica) er lágvaxinn, oftast jarðlægur og mjög harðgerður víðir af víðisætt.
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Fjallavíðir er aðlagaður lífi á Norðurslóðum og er sá runni sem þrífst nyrst á jörðinni en hann finnst langt fyrir ofan trjálínu og á norðurströnd Grænlands. Fjallavíðir vex mjög hægt á heimskautasvæðum en getur orðið mjög gamall. Fundist hefur planta á Austur-Grænlandi sem er 236 ára gömul. Hreindýr, heimskautahérar og læmingjar éta börk og greinar og rjúpa blómhnappa.
Fjallavíðir er algengur um allt Ísland, einkum til fjalla og á hálendinu. Fjallavíðir hefur fundist á jarðhitasvæði í Öskju í 1200 m hæð yfir sjávarmáli.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fjallavíðir (Flóra Íslands)
- Fjallavíðir (Lystigarður Akureyrar)[óvirkur tengill]
- USDA Plant Profile - Salix arctica Geymt 10 maí 2012 í Wayback Machine
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Fjallavíðir.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Fjallavíði.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Fjallavíði.