Fara í innihald

Fjallavíðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjallavíðir

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Rosids
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðisætt (Salicaceae)
Ættkvísl: Víðir (Salix)
Tegund:
S. arctica

Tvínefni
Salix arctica
Pall.

Fjallavíðir eða grávíðir (fræðiheiti Salix arctica) er lágvaxinn, oftast jarðlægur og mjög harðgerður víðir af víðisætt.

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Fjallavíðir er aðlagaður lífi á Norðurslóðum og er sá runni sem þrífst nyrst á jörðinni en hann finnst langt fyrir ofan trjálínu og á norðurströnd Grænlands. Fjallavíðir vex mjög hægt á heimskautasvæðum en getur orðið mjög gamall. Fundist hefur planta á Austur-Grænlandi sem er 236 ára gömul. Hreindýr, heimskautahérar og læmingjar éta börk og greinar og rjúpa blómhnappa.

Fjallavíðir er algengur um allt Ísland, einkum til fjalla og á hálendinu. Fjallavíðir hefur fundist á jarðhitasvæði í Öskju í 1200 m hæð yfir sjávarmáli.

Kjarnaskógur - Fjallavíðir

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.